Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 18

Barnablaðið - 01.04.1963, Blaðsíða 18
degisverðinn. Hann hafði þá sótt blaðið og smárit, sem hét: „Ert þú endurfæddur?" „Endurfædd? Hvers vegna spyrð þú um það?“ Augnaráðið, sem Páll sendi syni sínum var vægast sagt allhvasst. Níels rétti honum smáritið. Fað- ir hans las það, böglaði það saman í hendi sér og kastaði því í arininn. „Uss, þvílíkt þvaður,“ sagði hann aðeins. En Níels gerði sig ekki ánægðan með þessi málalok. Þá svaraði móðir hans: „Níels minn .Þetta er mál, sem við höfum engan áhuga á. Þetta er aðeins fyrir einfalt og fátækt fólk. Það finnur einhverskonar hugsvölun í þessari endurfæðingu eða hvað það er.“ „Einmitt“, samþykkti Páll og kinkaði kolli. Svo var ekki meira um þetta rætt þann daginn, en daginn eftir þurfti Níels enn margs að spyrja. Hann hafði sótt blaðið og smárit- ið. Hann las: „Jesús kemur senn. Ert þú viðbúinn?“ Hann fékk móður sinni smáritið og spurði, hvað þetta þýddi. Henni varð mjög undarlega við. „Þetta þýðir bara ekki neitt, að minnsta kosti ekki fyrir okkur,“ bætti hún við. Annað svar fékk hann ekki. Níels hafði nú gert sér ljóst, að hér var um að ræða mál, sem foreldrar hans vildu ekki tala um. Þetta var sem sagt orsök þess, 38 BARNABLAÐIÐ að Páll stórkaupmaður stóð sjálfur við hliðið og tók á móti Eiríki, þegar hann kom með blaðið. Nokkrum dögum eftir þetta var Níels úti á hjólinu. Þá mætti hann Eiríki. Hann nam staðar og steig af hjólinu. „Góðan dag,“ sagði hann og brosti. „Góðan dag“, sagði Eiríkur, en athygli hans var öll bundin við hjólið, rétt eins og Níels væri loftið tómt. „Langar þig að reyna það?“ spurði Níels. Hann sá, hvað Ei- ríkur var hugfanginn af hjólinu. / „Já, en. . .. “ Eiríkur var hik- andi. „Nú, farðu af stað!“ sagði Níels. Það lét hann ekki segja sér tvisvar. Þetta var eitthvað annað en gamla hjólið hennar Olgu. frænku hans, sem hann fékk stundum að láni. Enn varð honum liugsað til hjólsins, sem hann ætl- aði að kaupa. „Kauptu þér reiðhjól," sagði liann við sjálfan sig. „Árni hlýtur að eignast hjólastól samt.“ „Þakka þér fyrir lánið,“ sagði Eiríkur og skilaði hjólinu. „Það er alveg stórfínt." Níels og Eiríkur stóðu stundar- korn og töluðu saman. Það var dálítið sem lá Níelsi á hjarta, en hann átti ekki auðvelt með að koma orðum að því. Framhald.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.