Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 5
Litla tötrastúlkan — Sjáið þið hana, krakkar! Hún er í götóttum skóm og grútóhrein- um sokkum .... Kristín stóð þar skammt frá og var í slæmu skapi. Allt í kring um hana stóðu börnin, sem léku sér í portinu. Hún mátti ekki vera með þeim. Hún varð ævin- lega að vera einsömul. — Ef við finnum skó í sorptunn- unni skulum við selja þér þá, sögðu þau. — Ha.... ha.. .. Hún vildi heldur ekki fara heim. Enginn var heima. Mamma hennar var einhvers staðar úti og pabbi hennar í vinnu. Og sann- ast að segja, þá var þeim alveg með hinni snilldarlegu tónlist sinni. Þegar hann var fimmtán ára gamall, var hann kominn í fremstu röð tónskálda og þau kölluðu hann meistara. En hina einlægu trú á Guð, sem hann eignaðizt sem barn, hélt hann alla ævi. Það er mjög trúlegt, að það hafi verið aðalorsök þess; að hann var svo frægur. Guð bless- ar alltaf þá, sem vilja heiðra hann og treysta honum. Þessum mikla sannleika megum við aldrei gleyma. sama um hana. Þau vildu helzt að hún væri alltaf í portinu. Áður hafði hún grátið mikið. Nú var hún hætt því. Frú Hansson sat út við glugg- ann með saumana sína. Hún komst ekki hjá því að hlusta á vonzkutal barnanna. Allt í einu stóð hún upp og kallaði á dóttur sína. — Eva, farðu niður og sæktu Kristínu. Veslings barnið, sem er niðri í portinu. — Ég hef sagt börnunum að þau eigi að vera góð við Kristínu. En það hefur ekkert að segja, sagði Eva. Þau skilja ekki að þau eru svo vond, sem raun ber vitni. Kristín litla varð undrandi, þeg- ar henni kom hjálp. Þegar hún hélt í hönd Evu varð hún svo ör- ugg og óhrædd. En, þegar hún kom upp til mömmu Evu varð hún feimin og óttaslegin. Allt var svo hreint og fínt, og hún þorði tæpast að setjast á stólinn sem henni var réttur. — Eru börnin alltaf svona vond? spurði mamma Evu. Kristín svaraði engu orði. Hún stakk litlu, óhreinu fingrunum sínum upp í munninn og fór að gráta. Tárin runnu án afláts niður BARNABLAÐIÐ 65

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.