Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 16

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 16
Lengi sat maðurinn og einblíndi á þessi fimm orð. Þau virtust brennast inn í huga hans. Jesús — langt var síðan það nafn hafði komið yfir varir hans. í bernsku hafði hann oft beðið, en síðan.... Móðir hans hafði kennt honum að biðja. Blessuð mamma, nú var hún dáin. Síðustu orð hennar við hann höfðu verið: „Gleymdu ekki að biðja til Jesú, Leifur.“ En því hafði hann einmitt gleymt. Orðin fimm á smáritinu voru eins og eldletur fyrir augum hans. Aldrei hafði neitt haft eins sterk áhrif á hann. „Synda þinna“, stóð þar. Var hann syndari? Því gat hann ekki neitað. Skyndilega var eins og augu hans opnuðust fyrir syndalífi hans. Það hvíldi á hon- um eins og ofurþungi. Var nokkra hjálp að fá fyrir slíka sem hann var? Þá var sem rödd hvíslaði að honum: „Jesús dó vegna synda þinna.“ Ljós rann upp í myrkrinu. Sem iðrandi syndari féll hann á kné og bað. Það var barátta upp á líf og dauða. Satan áklagaði hann og hann fann til djúprar hryggðar og sjálfsásökunar. — Eina huggunin voru orðin, sem hann las á smárit- inu: „Jesús dó vegna synda þinna." Þegar á daginn leið, bað hann um samtal við konuna sína. Hon- um var veitt það. Sent var eftir henni. Samtal þeirra í þröngum fangaklefanum varð upphaf nýs lífs fyrir þau bæði. Smáritið litla lá á borðinu fyrir framan þau. Maðurinn sagði frá, hvernig orðið hefði komið honum til hjálpar og orðið honum hjálp- ræði. Konan sagði frá, hvernig Ei- ríkur hefði komið með fulla körfu af mat til þeirra og hve það hefði glatt þau og huggað. Þegar þau höfðu rætt saman, fór hún til lögreglustjórans og sagði honum, hvað skeð hefði og bað um, að maðurinn mætti koma heim með henni. Stundarkorni síðar voru þau bæði á heimleið. Nýtt líf hafði byrjað og brátt kom í ljós, að það var Guðs verk. Heim- ilið umbreyttist. Tryggvi og Egill fóru að koma í sunnudagaskólann og yfir því gladdist Eiríkur. Hon- um var ljóst, að smáritið litla hafði unnið sitt verk. „Vondi maðurinrí' Inni í trjágarðinum, sem um- luktur var hárri limgirðingu, stóð fallegt hús. En enda þótt húsið væri fallegt og garðurinn ekki síð- ur, foraðist fólk þennan stað. Sjaldan var gengið um stóra járn- hliðið. í húsinu bjó einmana maður, sem allir virtust óttast. Hann var vitskerrtur, sagði fólk. Satt var, að hann kom kynlega fyrir sjónir, þá sjaldan að hann sást á ferli. Hann hafði sítt hár og alskegg. En ekki var það allt. Hann átti tvo svarta, grimma hunda, sem eltu hann, hvort sem hann var á gangi í garðinum eða fór út fyrir hann. „Vondi maðurinn“ var hann 76 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.