Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 7

Barnablaðið - 01.09.1963, Blaðsíða 7
Tvar hetjur Kurteis og viðfeldinn var hann, drengurinn, aðeins ellefu ára. Alls staðar kom hann sér vel, heima, í skólanum og meðal leikfélaganna. Hann kunni umferðareglurnar og hélt þær gaumgæfilega. Það bezta sem hann átti hér á jörð var móð- ir hans og þar næst nýtt, fallegt reiðhjól. En dag einn skeði sorg- iegur atburður. Hann var á hjól- inu og í andartaks gáleysi gleymdi hann að víkja til vinstri, varð fyrir bíl og var fluttur í sjúkrahús. Þar lá hann nú, sólargeisli móður sinnar og barðist við dauðann. Við sjúkrabeð hans stóð læknirinn ásamt móður drengsins. Vonin Jesúm og ekki heldur um sunnu- dagaskólann. Kristín var kyrr þarna næsta dag. En mamma Evu var óróleg. Hún sat við símann næstum því allan daginn. Því að það er ekki alltaf auðvelt að veita lítilli, illa farinni og klæðlausri stúlku gott heimili. Foreidrarnir ætluðu að flytja og láta Kristínu frá sér. En samt var mikið uppistand. Eva vildi eignazt systur og lengi hafði verið áformað að taka lítið barn inn í heimilið. En þegar um Kristínu var að ræða hafði allt borið svo skyndilega að. Fyrir sitt leyti vildi Kristín litla vera kyrr. Að lokum var það ákveðið að glæðist, þegar þau sjá, að hann kemst til meðvitundar. En það var aðeins andartak. Varirnar bærast, hann langar að segja eitthvað. Móðirin og læknirinn lúta niður að honum til þess að reyna að heyra. Þau greina fjögur orð, skömmu síðar er hann liðið lík. ,,Það var mín sök.“ Atburði þessum lýsir skáld eitt í fögru ljóði, sem ber nafnið „Hetja“. Hann lýsir því, hvílík hetjudáð er að viðurkenna mistök sín. Setningin „það er mín sök“ er líka þyngdarpunktur þessarar al- varlegu frásögu. En nú segir frá tveim hetjum. Kristín fengi að setjast að á þessu góða heimili. Þetta varð mesta undrunar- og samræðuefni krakk- anna niðri í portinu. Foreldrar þeirra skipuðu þeim að láta Krist- ínu vera í friði. Kristínu var leyft að leika sér við þau. Þau vissu ekki hve góð þau áttu að vera henni. Og Eva var búin að eignazt 'xitla systur. Hún var frá sér numin af gleði, þegar þær fylgdust að í sunnudagaskólann og leiddust. Kristín var fagnandi glöð og grét af gleði, þegar henni var gefin lítil bók til að líma merkin inn í á hverjum sunnudegi.^ Lífið var orðið bjart og blítt fyrir litla tötrum klædda stúlku. BARNABLAÐIÐ 67

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.