Barnablaðið - 01.12.1963, Page 6

Barnablaðið - 01.12.1963, Page 6
Aðfangadagsmorgun n r aðfangadagskvöld mátti búast við ýmsu, hugsaði Pétur. Hann hafði lesið um fátæk börn sem höfðu orðið rík, einmitt þetta kvöld. Heimilislaust fólk hafði eignazt heimili. En slíkt var svo óraunverulegt, þetta gat varla /erið þannig í veruleikanum. Raunveruleikinn er ekki alltaf svo skemmtilegur, að minnsta kosti hvað mig áhrærir, hugsaði Pétur. Hann var ekki fátækur og ekki var hann heldur heimilislaus. Pét- ut var einn af þessum venjulegu drengjum, með sína drauma um að eignast útvarpstæki og nvi hafði hann óskað sér að hann fengi slíkt tæki í jólagjöf. En hann hafði fengið ákveðið svar uppá þessa ósk sína, neikvætt svar. Útvarps- tæki var of dýr jólagjöf fyrir lít- inn dreng. Nú var kominn aðfangadags- morgunn. Pétur hafði vaknað, allt var svo hljótt. Hann sté upp úr rúminu og lét á sig skóna. Úti var stjörnubjartur himinninn. Nú sló klukkan í dagstofunni. Aðeins fjögur slög. Það var þá ekkert að undrast yfir þó allt væri svo hljótt. Pétur gekk aftur að rúminu. Hann var ekki vanur að vakna svona snemma, en það var sjálfsagt vegna aðfangadagsins, því að Pétur var fullur eftirvæntingar. Hann reyndi að sofna aftur, en það var ekki hægt. Hann lá í rúminu og hugsaði um útvarps- tækið. Vissulega var það dýr jóla- gjöf. Það var nú eiginlega frekt af honum að vera að biðja um svo dýra jólagjöf. En hinir dreng- irnir höfðu eignazt útvarpstæki, að vísu voru þau ekki ný, en samt sem áður. . . . Þetta var á vissan hátt dálítið leiðinlegt. Hann fann til iðrunar vegna þessarar útvarpslöngunar. Hann var ánægður með það, sem pabbi hans og mamma höfðu hugs- að sér að gefa honum. Allt í einu fann hann til mikillar löng- unar að gera eitthvað fyrir þau, eitthvað sérstakt. Ef til vill ætti hann að hita kaffi og færa þeim inn í svefnherbergið. Hann stóð upp á ný og tók á sig skóna. Pétur læddist varlega fram í eldhúsið og lokaði hurðinni hljóð- lesa á eftir sér. Hann veit hvar mamma geymir kaffið og köku- dúnkana. 86 BARNABLAÐIÐ

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.