Barnablaðið - 01.12.1963, Page 13

Barnablaðið - 01.12.1963, Page 13
Hann tók ákvörðun arteinn flýtti sér út úr hús- inu, þar sem hann bjó ásamt frænda sínum og konu hans. Hann hljóp niður götuna án þess að vita raunverulega hvert ferð- inni væri heitið. Hann hafði ekki ætlað sér að standa á hleri, en hann komst ekki hjá því að heyra nafn sitt nefnt þegar hann gekk niður stigann og hann hafði ósjálfrátt staðnæmst í stiganum. — Marteinn vildi ekki láta mig hafa ávísunina, sem hann hafði fengið fyrir vinnu sína, sagði frændi hans. — Hann ætlar að \ geyma hana þar til hann byrjar í skólanúm. Marteinn hlustaði með mikilli eftirtekt. Hann beið angistarfull- ur eftir svari Söru, konu frænda síns. — Nú, ég vona að þú hafir feng- ið ávísunina. Rödd Söru var skörp. — Nei, viðurkenndi Jim móður- bróðir hans seinlega. — Ég vildi tala við þig fyrst, sagði hann. — Jim, þú veizt að við höfum ekki efni á því að fæða drenginn, ef hann hjálpar okkur ekki. Hann borðar helmingi meira en við. Við höfurn örugglega ekki efni á því að kosta hann á skóla. Hann verð- ur að fá þessar hugmyndir úr höfð- inu. Marteinn fann hvernig tilfinn- ingar vonbrigða læstu sig um hann. Hann langaði til að verða arkitekt, og það þurfti langa skóla- göngu til að ná slíku prófi. Hann hélt áfram niður stigann þegar hann heyrði Jim frænda sinn tala á ný. — Gleymdu ekki 125.000.00 króna tryggingunni, sem mamma hans lét okkur hafa áður en hún dó. Við hefðum ekki getað keypt þetta hús án þeirra peninga. Ef við hefðum ekki fengið þá, ættum við ekki eigið heimili. Marteinn hafði ekki stanzað svo lengi í stiganum, en nú varð hann að flýta sér. Þar sem hann hljóp eftir götunni, kom honum í hug allir þeir erfiðleikar sem Sara hafði talað um að hún hefði komizt í til að útvega þeim þak yfir höfuðið. En hugsa sér það, hans eigin peningar höfðu átt svona mikinn þátt í því að þau gátu eignazt húsið. Marteinn hægði ferðina og gekk BARNABLAÐIÐ 93

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.