Barnablaðið - 01.12.1963, Page 20

Barnablaðið - 01.12.1963, Page 20
En eigi skal myrkur vera i landi þvi, sem nú er i nauðum statt. Fyrrum lét hann vansæmd koma yfir Sebúlonsland og Naftaliland, en siðar meir mun hann varþa frægð yfir leiðina til hafsins, landið hinumegin Jórdanar og hérað heiðingjanna. Sú þjóð, sem i myrkri gengur, sér mikið Ijós; yfir þá, sem búa i landi náttmyrkranna, skin Ijós. Þú eykur stórum fögnuðinn, þú gjörir gleðina mikla; menn gleðja sig fyrir þinn augliti, eins og þegar menn gleðjast á kornskurðartimanum, eins og menn leika af fögnuði þegar herfangi er skift. Þvi að hið þunga ok hennar, stafinn, sem reið að herðum hennar, brodd rekstrarmannsins, hefur þú i sundur brotið, eins og á degi Midians. Því að öll harkmikil hermannastígvél og allar blóðstokkyiar skikkjur skulu brenndar og verða eldsmatur. Þvi að barn er oss fætt, sonur er oss gefinn; á hans herðum skal höfðingjadómurinn hvila; nafn hans skal kallað: undra- ráðgjafi, guðhetja, eilifðarfaðir, friðarhöfðingi. Jesaja, 9, 1—6.

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.