Barnablaðið - 01.09.1972, Qupperneq 7

Barnablaðið - 01.09.1972, Qupperneq 7
Æskan leitar Krists og finnur hann að land það, hvers þegnar þeir eru, á kristna menn að skipa í stöður eftir nokk- ur ár. A tjaldsamkomum, sem Hvítasunnu- menn héldu í Reykjavík á þriðju viku í júlímánuði, naer alltaf fyrir fullu tjaldi, kom áberandi margt af ungu fólki. Margt af þessu efnilega unga fólki leitaði Krists og fann hann, sem frelsara sinn. Aður höfðu Hvítasunnumenn haft sumarmót sitt í Stykkishólmi, og þar kom hið sama á daginn. Ungt fólk í meiri hluta kom á tjaldsamkomurnar þar. Þetta er morgun- roði nýs dags yfir íslandi. /Eskufólkið, sem sést hér á myndinni, er dœmi um þetta. Þau eru öll systkini, og hafa öll gefizt Kristi. Eru þau frá ríku heimili. Um leið og þau voru laus við skólaprófin, lögðu þau land undir bílinn sinn til að vitna um Krist. Þau eru öll jafnvíg á söng og vitnisburð. Þetta eru börn hamingjusamra, sænskra foreldra. (Kristen Ungdom). Það er talað um það, að vandamál barna og unglinga séu meiri nú til dags en nokkru sinni. Um það er varla hægt að efast, þegar fylgzt er með þeim fréttum, er allir fjölmiðlar flytja inn í heimili okk- ar. Geta ber þó þess, að inn í þessa myrku mynd, slær björtum geisla, sem fjölmiðl- arnir segja einnig frá, stundum. Það er sú trúarvakning, meðal unglinga og æsku- fólks, sem nálega hrærir öll lönd, sem við höfum fréttir frá. Þetta er vorboði guð- legrar vitjunar til þjóðanna. Unglingarnir eru morgundagur hvers þjóðfélags. Mæti þeir Kristi, sem frelsara sínum, þýðir það, 7

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.