Barnablaðið - 01.09.1972, Síða 12

Barnablaðið - 01.09.1972, Síða 12
Ævagömul fræðsluaðferð Elzta form uppfræðslunnar er það að seqja sogur í heimahúsum. Enn í dag viðhelzt bessi uppfræðsla í mörgum afskekktum byggðalögum á Irlandi. Bæði gamalt fólk og ungt safnast saman á kvöldum heima hjá vel þekktum sagnaþuli. Þulurinn segir sögur frá löngu liðnum öldum, sem gengið hafa í arf kynslóð eftir kynslóð, frá föður til sonar, gegnum árþúsundir. En nú eru ýmissar blikur á lofti, sem haldið er að geti stjakað til falls þessari gull- aldar reglu þjóðarinnar. Þá er þar fyrst að nefna áhrifavald sjónvarpsins. Irar, sem elska þetta gamla form uppfræðslunnar, eru að verða meir og meir spyrjandi fyrir því, hvort unga kynslóðin vilji nú heldur sitja heima yfir sjónvarpinu, eða halda áfram að ganga heim til sagnaþularins og njóta kvöldsins í kringum arineldinn. Við sjáum hvað setur, segja gömlu þulirnir, ekki alveg ókvíðnir að eitthvað kunni að draga úr áhrifa- valdi hinnar gömlu fræðalistar. írland var síðasta land Evrópu, sem innleiddi sjónvarp. Það var ekki fyrr en um ára- mótin 1 968 og 69. Myndin sýnir hóp fólks koma í heimili eins sagnaþular. Oll taka þau sér sæti kringum arineldinn, og svo hefur sögumaður frásögu sína við margþreytileg logaleiftur eldsins. Svona kvöld verður mörgum sem ógleymanlegt ævintýri. k

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.