Barnablaðið - 01.09.1972, Page 13

Barnablaðið - 01.09.1972, Page 13
Hinn sanni kærleikur — Ég elska þig, mamma, sagði Rut. Svo kyssti hún mömmu sína á kinnina og hljóp út til að leika sér. Hún hirti svo ekkert um að gera það litla, sem mamma hennar hafði beðið hana um. — Ég elska þig, mamma, sagði Matti, svo hljóp hann einnig út til að hitta fé- laga sína Friðrik og Jens. Hann gleymdi algerlega, að hann hafði lofað að búa um rúmið sitt og taka til 1 herberginu og að slá lóðina við húsið. — Ég elska þig, mamma, sagði Jó- hanna. Svo hjálpaði hún mömmu sinni með uppþvottinn og hún hló og gerði að gamni sínu á meðan þær tóku til í svefn- herberginu. Þegar litli bróðir hennar fór að gráta, lék hún við hann og reyndi að hafa hann góðan, þar 1 iI mamma hennar hafði tíma til að gefa honum að borða. Hvert af þessum þremur börnum finnst þér að hafi elskað mömmu sína mest? Þau sögðu að vísu öll, að þau gerðu það. Það er auðséð hvert af þeim gerði það, það var Jóhanna. Hún sagði það ekki að- eins. Hún gerði það einnig í verki. Það er ekki erfitt að segja, ég elska þig. En það eru verk okkar sem gefa til kynna hvort við elskum í sannleika. Þannig er það einnig með kærleika okk- ar til Jesú. Veizt þú hvað hann sagði um það? Sá sem elskar mig, mun varðveita mitt orð. Það þýðir: Sá sem elskar mig í sannleika, hann gerir það sem ég hef sagt honum. 13

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.