Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 15

Barnablaðið - 01.09.1972, Blaðsíða 15
Dugmikill drengur Lftill, kínverskur drengur, sem hafði komið í heimsókn til trúboðsskólans, ákvað að hann aldrei framar skyldi tilbið|a hjá- guðina. Ættingiar hans voru afar reiðir yfir ákvörðun hans og reyndu allt hvað þeir gátu að neyða hann til að tilbiðja þá. En það reyndist árangurslaust, hvorki með vondu né góðu tókst þeim það. Dag einn gerðu þeir tilraun með því að draga hann til hjáguðsins og leituðust við að beygja höfuð hans og kné fyrir honum, en drengurinn streittist á móti allt hvað hann gat. Loks hótuðu þeir honum með að kasta honum í fljótið, ef hann ekki hætti uppteknum hætti. — Kastið mér bara í fljótið, ef þið vilj- ið. Þið fáið mig aldrei til að beygja kné fyrir hjáguðunum. Þeir gerðu eins og þeir höfðu sagt. Drengurinn var tekinn og honum fleygt í elfuna. En einn af ættingjum hans dró hann upp úr aftur. Hið fyrsta sem hann sagði þá, var þetta: — Þið hafið ekki fengið mig til að til- biðja hjáguðina, ég bað til Jesú allan tím- ann á meðan ég lá I vatninu. Pinseliljen. Barnablaðið BARNABLAÐIÐ kemur út ársfjórðungslega. Verð kr. 100,00 árg. Gjalddagi 1. júlí. í lausasölu kr. 25,00. Ritstjóri og ábyrgðar- maður Asmundur Eiríksson. — Útgefandi Blaða- og bókaútgáfan, Hátúni 2, Reykja- vík. Sími 20735. Þetta er þriðja tölublað. Það fjórða og síðasta kemur sennilega í október og verður eitthvað stærra. Framhaldssagan KIN2A fellur niður í þessu tölublaði, en niðurlag hennar kemur í næsta tölublaði. Orð f tíma töluö.... Sá sem glatar samvizku sinni, á ekkert eftir, sem nokkurt gildi hefur. Causin. • Allt hefur sinn tíma — hvílík ábyrgð! Allt hefur sinn tíma — hvílík huggun! • Heimurinn er sem skip, er orðið hefur fyrir sprengingu og rifnað. Það lekur meir og meir og sekkur jafnt og þétt. En far- þegarnir gefa því engan gaum. Egil Strand. Hégómagirndin stefnir að því að eyði- leggja æskuna, og gera gamalmennin hlægileg. Ó. B. J. • Það þarf ekki að gylla gullið og rósir þarf ekki að mála. E. S. 15

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.