Barnablaðið - 01.12.1978, Page 7

Barnablaðið - 01.12.1978, Page 7
Sorg. Annað ljósið tendra ég í sorg þinni. — Margs konar ástæður valda sorg. Sorg vegna einhvers sem við höfum misst. Sorg vegna brostinna vona. Sorg vegna ósigurs. En Guð hefur þegar hugsað um þig. — Fyrir löngu gaf hann okkur fyrirheitið, að • syrgjendur munu huggaðir vcrða. Nú á tímum er talað um sorgarstarf, það er tal- ið nauðsynlegt til þess að við komumst yfir þann sársauka sem sorgin hefur orsakað okkur. Nú er það þannig, vinur minn, að sorgar- verk hefur þegar verið unnið þín vegna. Það var framkvæmt af Jesú, Syni Guðs, þegar hann dó fyrir þig á Golgata krossi. Taktu á móti ávöxtunum af þessu sorgar- verki, friðþægingunni, hreinsuninni frá synd þinni í hlóði hans, viðurkenndu synd þína fyrir honum, og þú færð fyrirgefn- ingu. Bið þú til hans, og hann læknar sár * þín. Eftirvœnting. Þriðja Ijósið tendra ég í eftirvæntingu þinni. Þú væntir bænasvars. Þú hefur beð- ið í mörg ár, en svarið dvelur. Eða er það ef til vill þannig, að svarið sé þegar fyrir hendi. Eins og fyrir Páli poslula. Einnig hann bað ákaft í mörg ár. Hann bað ákaft í mörg ár. Hann fékk ekki bænasvar, en hann fékk svar: „Náð mín nægir þér, því mátturinn fullkomnast í veikleika.“ Neyð- in var dulklædd náð. Við erum mörg sem væntum bænasvars, en við erum líka mjög mörg sem daglega upplifum bænasvör, fáum að reyna undur- samlega hluti í samfélaginu við Guð. Stund- ir, þegar bænasvörin koma bcint til okkar, já meir en það, stundir þegar við upplif- um að bænasvarið var tilbúið áður en við báðum. Fyrir skömmu varð tg sjálfur vitni að slíku bænasvari. Góður vinur minn hringdi. Hann spurði hvernig ég hefði það. Ég sagði eins og var: „Ekki sem best.“ Nokkurri stund eftir samtalið fékk ég að reyna mikla blessun. Endurnýjun til lík- ama og sálar. Ég lyftist upp úr þeim bylgju- dal, sem ég hafði fundið mig vera í um tíma. Ég varð blátt áfram undrandi, ég lagði frá mér pennann, þar sem ég sat við skrifborðið, og sagði: Nú er það einhver sem biður fyrir mér! Næsta dag lá bréf- spjald í bréfakassanum, frá vini mínum sem hringdi daginn áður. Eg ias: Eftir að við töluðum saman í gær, fann ég mig knúinn til að biðja fyrir þér, og gerði það strax. Við búum nokkrar mílur hvor frá öðrum, en fyrir bænina eru engar fjar- lægðir. Bið og þú munt fá. Eilífðarvon. Fjórða aðventuljósið tendra ég fyrir þína eilífðarvon. Eg lyfti því liátt, því það skal lýsa yfir tímans- og eilífðarinnar múra. Vilhelm Moberg gaf okkur fagurt hugtak, þegar hann skrifaði eina af bókum sínum. „Stund þín á jörðinni“. Líf okkar er bara ein stund eins og við flygjum burt, er þver- handarbreidd segir Biblían. Eins og myrk hafsbylgja veltnr hinn óum- breytilegi sannleikur á móti okkur. Þú átt að deyja, jarðlíf þitt er senn á enda. En það er til strönd þar sem hin rnyrka hafs- bylgja verður að hljóðna — eilífðarströnd- in. Það getur orðið strönd Bóssins fyrir þig. Biblían segir: „Jesús Kristur er hinn sami í gær og í dag og að eilífu.“ Hvers vegna stendur ekki „á morgun?“ Vegna þess að við höfum ekki loforð um neinn morgundag. En við höfum fyrirheit um eilífð með Jesú, ef við trúum á hann og gefumst honum. Úr Evang. H. 7

x

Barnablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.