Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 12

Barnablaðið - 01.12.1978, Blaðsíða 12
og vinir hans héldu að hann væri dáinn. Þegar hann kom heim í þorpið og sýndi vinum sínum Bi'blíuna byrjuðu þeir að gráta vegna þess að þeir voru svo ham- ingjusamir. Þeir krupu á kné og þökkuðu og lofuðu Guð fyrir það að fá Biblíuna á tíbetsku, því þeir voru allir Tíbetar, Tíbetska Biblían seldist um leið og hún var prentuð. Trúboðar höfðu ekki getað farið til Tíbet, en bænunum hans Yoseb hafði verið svarað. „Bókin með fæturna“ gat farið til Tíbet, og hún var flutt þangað með kristnu fólki. Prestar múhameðstrúarmanna byrjuðu að lesa tíbetsku Biblíuna. Göngumenn og munkar komu yfir landamærin og tóku nokkur eintök til baka til Tíbet. Jafnvel kommúnískir kínverskir hermenn fóru með eintök af tíbetsku Biblíunni. Þeir þurftu að læra tíbetsku, svo að þeir báru saman kínversku og tíbetsku Biblíurnar og lærðu þannig málið. Mynci 8. Vegna þessa fórnfúsa starfs margra krist- inna manna var tíbetska Biblían að lokum send til Tíbet. Guðs verk er aldrei til ónýt- is. Guð fullkomnar allt sitt verk. (Jes. 55, 11)- „Bókin með fæturna“ hafði farið til fjögurra landa: Kashmir, Indlands, Eng- lands og Pakistan. Nú fór hún inn í fimmta landið — Tíbet. Kraftaverk eftir krafta- verk hafði skeð. Mörgum bænum hafði verið svarað. Tíbet er ennþá land sem trúboðum er bannað að fara til, en það er samt ekki al- gjörlega lokað, vegna þess að Jesús, sem er ljós heimsins er þar. „Og „Bókin með fæturna“ sem segir frá Frelsaranum, sem 12

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.