Barnablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 16

Barnablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 16
Hann opnaði bíldyrnar og þau settust inn. Litli Jerrý komst ekki til meðvitundar, hann dó án þess. Foreldrarnir — hjónin Stuart — voru eins og lamaðir. Eftir heim- komuna sátu þau þögul í dagstofunni. — Hvernig gat þetta skeð? Indæli drengurinn þeirra tekinn frá þeim, nei, hver gat skil- ið slíkt? Hver gat gefið svar? Seint um kvöldið var hankað á dyrnar hjá þeim. Vingjarnlegur lögregluþjónn kom með pakka vafinn inn í jólapappír. Hami leit samúðarfullur á sorghitna foreldrana og sagði: „Ég tók hjólið drengsins ykkar, það er hér fyrir utan, og þessi pakki var hjá því, ég fékk heimilisfangið á sjúkra- liúsinu. Það hryggir mig, að hann skyldi deyja.“ Pab'bi tók við pakkanum, og þakkaði þess- um vingjaimlega lögregluþjóni, en mamma grét stöðugt, svo það var liann sem opnaði pakkann. „Nei, hvað er nú þetta, hrærivél! Ellen, þetta hefur átt að vera jólagjöf til þín.“ Frú Stuart féll alveg saman, þegar hún heyrði þetta. Maðurinn hennar hélt áfram: „Hann hefur látið allt sem hann átti, til að gleðja þig, Ellen.“ Og það hafði hann gert, hafði meira að segja gefið líf sitt. Það hafði líka annar gert, vor elskaði Frelsari. En það hugsuðu ekki foreldrar Jerrýs um, ekki þetta kvöld, með svo nýja sorg í hjartanu. En — samt sem áður — eru vegir Guðs dásamlegir, hann getur breytt sorg í bless- un. Hann getur dregið að sér hjörtu mann- anna barna, gegnum sársauka, og það skeði einmitt hér. Jerrý gekk í sunnudagaskóla. Og dag einn kom kennarinn hans úr sunnudaga- skólanum í heimsókn til foreldra hans. Hann talaði í kærleika og huggandi til 16 þeirra, og þeim þótti svo vænt um 'þessa heimsókn unga mannsins, að þau háðu hanu að koma aftur, sem hann þáði með gleði. Oft kom hann til þeirra og talaði við þau um frelsið í Jesú Kristi. Og áður en eitt ár var liðið frá dauða drengsins þeirra, höfðu þau hæði opnað hjarta sitt fyrir Honum, sem kom á jólunum til að frelsa synduga menn. Enríþá voru samt spurning- ar: Hvers vegna — hvers vegna þurfti Jerrý að deyja? Sunnudagaskólakennarinn ungi skyldi vel tómleikann og sorg for- eldranna. Hann sagði: „Eg held, að við öll höfum okkar trúboðsskyidu að upp- fylla. Jerrý hefur uppfyllt stna, og svo tók Jesús hann heim. Gegnum dauða hans fengu foreldrar hans lífsfyllingu sína í frelsinu — í Jesú Kristi.“ Hjónin Stuart hugsuðu um þessi orð, og urðu að viðurkenna, að ef Jerrý hefði ekki verið tekinn frá þeim, hefðu þau kannski aldrei hugsað um Guð og himininn. En Guð ætlaði þeim sérstaka blessun, sem þau vissu ekki ennþá um. Herra Stuart var falið að taka að sér drengjaflokk í sunnudagaskól- anum. Þeir voru á aldrinum 10—12 ára. Þetta varð fljótlega hans kærasta verkefni. Frú Stuart sá um heimilið eins og áður, er. margar einverustundir kölluðu fram í huga hennar minningar um elskaðan son, sem hafði fyllt heimilið lífi og gleði. Oft hafði maðurinn hennar fundið hana inni í her- berginu hans — sem alltaf stóð óbreytt — og alltaf grátandi. Eilt kvöld sagði maðurinn hennar við hana: „Ellen mín, manstu hvað sunnudaga- skólakennarinn sagði einu sinni, að við öll hefðum okkar trúboðsskyldur, «em við ætt- um að uppfylla? Ég held, að nú sé kominr. tími fyrir okkur að uppfylla nkkar skyld- ur, og þess vegna er það nokkuð sem ég

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.