Barnablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 18

Barnablaðið - 01.12.1978, Qupperneq 18
ff Sagan af indverska drengnum Sundra Það var mjög heitur dagur á Indlandi. Þó að Sundra félli vel í geð hlýir dagar og sólarblíða, valdi hann þann kostinn að fá sér góðan blund undir pálmatrénu í garð- inum, heldur en að bregða á íeik. Sundra vorkenndi sjálfum sér dálítið. Nú var skól- inn lokaður og það var hans yndi að sækja skólann. Slæm veiki hafði brotist út í ná- lægu þorpi, og til að hefta frekari útbreiðslu hennar hafði öllum skólum verið lokað. Sundra gat þó ekki eytt tímanum að vild sinni við leiki, því faðir hans hafði lagt fyrir hann að flytja skilaboð og hjálpa til við kornið á ökrunum. Sundra var því ekki allskostar ánægður með tilveruna. Sundra hlýddi á föður sinn með nokk- urri ólund, þegar hann sagði: „Kornkaup- maðurinn í borginni hefur lofað mér smá- sekk með sáðkorni, og hann er ekki of þungur til að bera fyrir jafn hraustan dreng sem þig. Flýttu þér nú! Lciðin liggur í gegnum skóginn og þú verður að vera kom- inn heim fyrir sólsetur.“ Sundra þótti leitt að þurfa að hverfa úr forsælu pálmatrésins. Utan við þorpshliðið var gangstígur, sem lá í gegnum skóginn til borgarinnar, sem var í þriggja mílna fjarlægð. Að degi til var þessi skógarstígur trygg leið fyrir gang- andi dreng, en þegar myrkrið féll yfir komu villidýrin út úr fylgsnurn sínum í leit að æti. Þá var ekki óhætt að fara þennan veg einsamall, nema að bera logandi kynd- il til að fæla villidýrin burtu. En þennan dag voru engin villidýr á stígnum og Sundra spretti úr spori, staðráðinn í því að ná heim til sín sem allra fyrst, til að leika sér við vin sinn, Shankar. 18 Þegar hann kom fyrir beygju á stígnum heyrði hann hrópað á hjálp. Sundra leit í kringum sig, inn í hávaxið grasið meðfram gölunni. Hann gat ekki greint hvaðan hróp- ið kom. Aftur heyrði hann það. Hafði ein- hver orðið fyrir slöngubiti? Ef svo væri, gæti slangan verið á næstu grösum. Hug- rakkur hélt hann áfram, og ýlti til hliðar þéttu limgerði á stórum runna og sá þá mann liggja á jörðinni, sem virtist fár- veikur. Sundra hörfaði til baka. Haun bar kennsl á manninn. Þetta var óvinur! Þessi maður hafði gert föður hans margt illt, og Sundra fannst hann ekki geta komið nálægt hon- um. Hann var að því kominn að hverfa á braut, þegar maðurinn kallaði: „Vatn — gefðu mér vatn!“ Hann opnaði augun og Sundra gat séð að hann var óttasleginn. Sundra nma staðar og horfði á hann. „Þessi maður er mjög sjúkur,“ ?agði hann við sjálfan sig. „Hann er með siæman sjúk- dóm. Ef ég reyni að hjálpa honum getur svo farið, að ég veikist líka.“ Sundi’a yfirgaf manninn. Hann var hræddur um ða fá veikina. En þegar hann byrjaði að hlaupa eftri stígnum, varð hon- um hugsað til þess er hann heyrði í skól- anum um miskunnsama Samverjann, hvern- ig hann hjálpaði ókunna manninum í erfið- leikum hans og þjáningum. „Farðu og gerðu slíkt hið sama,“ hafði Jesús sagt. Sundra staðnæmdist stundarkorn. „Eg skal færa þér vatn,“ sagði hann síðan. Hann braut þykkt og breitt laufblað af tré, og lagaði það til eins og bolla. Hann vissi hvar vatn var að finna. Hann klifraði upp

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.