Barnablaðið - 01.04.1994, Side 8

Barnablaðið - 01.04.1994, Side 8
8 BARNABLAÐIÐ '8JI SUIS})-! '8 jbuu|U}su>| u>|B}!puÁ9| - uuun>)sy '/ ■jn>j!0|jæ>! 60 uoa ‘njx -g 'JBUUj -jBH8}SEU>!æ| u>(Ei 6!UU!3 'uuiujjojib b J!UU|UJ 6uois Bps !SS0J>) b uuunuuo66pH -g jBUun(>(J!>! puÁuiu>|B) ja U!>(jq 'f 'J0LU ncj 6|Á) - )su» jbu>|B) piquJBi e s)su» n6uo6 -jB|Sid B Jjuuiui nuouo>|!UJÁcj pauj ssoj» z 'BpUE UBÖBIISq JBU>|B1 UB)na ' L í umhverfi okkar eru ótal tákn. Tákn geta verið myndir sem gefa upplýsingar eða miðla einhverjum boðskap. Allir þekkja umferðarmerkin, en myndirnar á þeim segja okkur hvernig við eigum að haga okkur í umferðinni. Ef við þekkjum ekki táknin vitum við ekki hvað við eigum að gera þegar við sjáum þau. Ef umferðartáknin væru ekki til, þyrfti að skrifa allar upplýsingar á skilti og því gætu fylgt ýmis vandamál. Götuvitinn væri þá kannski svona: í staðinn fyrir rauða Ijósið stæði: Stop. í staðinn fyrir gula Ijósið, stæði: Bíðið, en verið viðbúin og í staðinn fyrir græna Ijósið stæði: Nú megið þið ganga eða aka af stað. Þetta væri erfitt fyrir útlendinga. Þeir gætu ekki lesið fyrirmælin. Til eru fleiri fræg tákn. Tákn fyrir vörur sem eru umhverfisvænar. Tákn sem sýnir okkur hvar er bannað að reykja. Tákn sem sýnir okkur hvert við eigum að fara og svo má lengi telja. Nú má víða sjá tákn fyrir ár fjölskyldunnar. Þekkið þið það tákn? Þið getið leikið ykkur að því að finna sem flest tákn í umhverfi ykkar. En hvernig datt mönnum í hug að fara að búa sér til tákn? Táknin urðu til löngu áður en fólk lærði að lesa. Jafnvel löngu áður en stafirnir urðu til. Já, og vel á minnst. Stafirnir eru líka tákn. Hver stafur táknar ákveðið hljóð. Við röðum hljóðunum saman og þau mynda orð. Flest tákn eru teiknaðar myndir. Myndirnar segja okkur kannski langa sögu. En til þess að skilja táknin, þarf einhver að segja okkur hvað þau merkja og jafnvel söguna á bakvið þau.

x

Barnablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.