Barnablaðið - 01.04.1994, Síða 10

Barnablaðið - 01.04.1994, Síða 10
10 BARNABLAÐIÐ Ríki bóndinn Lúkas 12:16-21 Jesús sagði þessa dæmi- sögu eitt sinn: Einu sinni var bóndi sem var mjög ríkur. Hann átti stórt og gróðursælt land. Þar ræktaði hann korn og alls konar ávexti. Allt gekk honum í haginn. Korn- ið óx og dafnaði og hvert tré bar fjölda ávaxta. Hann fyllti allar hlöður sínar af áxöxtum og korni þangað til ekki komst meira fyrir. Samt var enn heil- mikið eftir úti á akrinum. - Hvað á ég að gera? hugs- aði ríki bóndinn. Hann horfði á hlöðurnar sínar sem voru alveg að því komnar að springa, þær voru svo fullar. Nokkrir ávextir höfðu oltið út úr þeim og lágu nú fyrir utan dyrnar. Ríki bóndinn tók eitt epli og beit í það. Það var eldrautt og gljáandi og gómsætt á bragðið. Ríki bóndinn hugsaði og hugs- aði. Skyndilega fékk hann góða hugmynd. - Ég ríf þessar hlöður og byggi mér aðrar stærri. Bóndinn hófst þegar í stað handa. Þegar hann hafði rifið hlöð- urnar og byggt aðrar stærri, setti hann alla uppskeruna inn í þær nýju og fínu. Svo fór hann aftur út á akurinn og tíndi fleiri ávexti og skar upp enn meira korn. Svo kom hann heim með marga vagna fulla af ávöxtum og korni. Ríki bóndinn fyllti stóru hlöð- urnar. Nú var hann glaður. Hann var búinn að koma allri uppsker- unni í hús og nú var ekkert eftir nema að hvíla sig. Ríki maðurinn lagðist í mjúkt og hreint rúmið sitt og hann sagði við sjálfan sig: - Nú á ég mikinn auð til margra ára. Ég get nefnilega selt uppskeruna og fengið mikla peninga fyrir. Ég þarf aldrei að vinna handtak framar. En Guð sagði við hann: - Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð og hver fær þá alla peningana þína? Svona fer fyrir þeim sem safnar sér fé, en er ekki ríkur hjá Guði. Texti og teikningar: E.J Lestu söguna og svaraðu spurningunum. Mundu að við flestum þeirra er ekkert eitt rétt svar. Dregið verður úr bestu svörunum. Vinningshafar fá óvæntan glaðning. Þeir sem vilja geta litað myndina. Sendið svörin til Barnablaðs- ins. Utanáskriftin er: Barnablaðið Pósthólf 5135 125 Reykjavík

x

Barnablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/670

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.