19. júní - 19.06.1958, Page 6
Þorgils gjallandi hafi aldrei ort stöku, og hafa
margir undrazt það um Þingeying, enda er það
ekki rétt. Við ýmis tækifæri kastaði hann fram stök-
um, en fór dult með og bannaði dætrum sínum að
hafa þær yfir. En svo einkennilega vill til, að í
einu bréfanna (1914) sendir hann Védísi stöku.
Á undan henni standa sem eins konar afsökunar-
orð, að margir hafi orðið til að yrkja um sama
mann, hann hafi lent 1 flóðinu líka, en undir henni
standa orðin: „Og er stirðkveðin vísan“. Þessi staka
er venjuleg samrímuð braghenda, sem hefur það
aðallega sér til ágætis að vera sennilega eina vís-
an, sem varðveitzt hefur eftir Þorgils gjallanda.
„Mundu að skrifa dagbókina þina,“ segir hann í
einu bréfanna (1909) til dóttur sinnar, „ég veit hún
er í rauninni hugsanir í einveru þinni, hugsanir,
sem þú þarft að losna við — að minnsta kosti á
pappírinn.“ En hafi eitthvað af því, sem skáldið
á Litlu-Strönd skrifaði, líkzt dagbók hans sjálfs,
þá eru það bréfin til Dísu. I bréfunum er oft sagt
frá almennum tíðindum úr sveitinni, svo sem
heilsufari, skepnuhöldum og heyskaparhorfum, en
oftast í sem stytztu máli og eins og fremur sé
skýrt frá af skyldurækni en ánægju. „Stúlkur skrifa
þér og segja þér fréttir úr sveitinni“, segir hann
sigri hrósandi í einu bréfanna (1904), „svo að ég
get losnað við það, enda varð ég feginn.“ Mestur
hluti hréfanna fjallar um hugðarefni hans sjálfs
— hugsanir hans í einverunni. Hann ræðir við
hana um hugstæðar persónur úr fornsögnum, skýr-
ir henni frá efninu í væntanlegum sögum sínum,
hvernig sér gangi að vinna það, hverju hann þurfi
að koma í verk á næstunni, og svo mætti lengi
telja, en allt eru þetta hugsanir, sem hann þarf að
losna við — að minnsta kosti á pappírinn.
1 fljótu bragði virðist einkennilegt, hvers vegna
hann gerir dóttur sína, sem fer aðeins sautján ára
að heiman, að trúnaðarmanni sínum. Skýringar-
innar er ekki aðeins að leita til þess, að Védís dvelst
lengi fjarri föðurgarði og við það skapast mögu-
leiki á bréfaskriftum, heldur fyrst og fremst til
þess, að þau feðgin voru eðlisskyld. Þrátt fyrir skap-
hita föðurins hélt dóttirin alltaf fast við sína skoð-
un, ef hún taldi hana rétta, hvarflaði aldrei frá
settu marki, þótt umræðurnar yrðu stundum heit-
ar. Skáldinu þótti bæði vænt um þennan skyldleika
og óttaðist hann. „En þú hefur svo mikið af mínu
skapi,“ stendur í bréfi, rituðu 1903, „mikið af þessu
öllu, að ég er hálfhræddur við það ættarbragð.
Dálítið af þvi er til góðs, en allt er bezt i hófi, of
mikið er hættulegur förunautur á lífsleiðinni.“ 1
bréfi til Guðrúnar, eldri dóttur sinnar, segir hann,
að þeim Védísi væri eflaust hollt að skilja eitt ár,
en bætir síðan við: „Þó að ég varla megi af henni
sjá svo lengi.“
En í skapfestu Védísar og viljafestu hefur hann
líka fundið dugnaðinn og drengskapinn, sem að
sumu leyti bætir honum upp sonarmissinn, og hann
vill, að hún njóti alls þess, sem hann fór á mis,
kynnist lífinu, og við hana eru framtiðarvonirnar
bundnar: „Ef til vill tekst þér það, sem ég gat
ekki,“ segir i bréfi 1903. „Ef til vill hjálpa kom-
andi lífsskilyrði þér betur en mér. Betri menningar-
meðul, minna einstæði í æsku og enn fleira. Við
skulum vona hins hezta, og þú skalt líka læra að
menntast á þennan hátt. Verða mér meiri.“
Stundum er ekki laust við, að hann langi til að
vera í sporum dóttur sinnar, einkum þegar hún
ferðast til staða, sem hann fékk aldrei að sjá. 1
bréfi, sem hann ritar 1911, segir á þessa leið: „Nú
sérðu Geirþjófsfjörð, þar sem Gísli bjó og Auður
í útlegð og háska nótt og dag; þá viknar þú og fell-
ir tár yfir auðnuleysi og raunum, sem eigingirni
námanna og harka aldarandans skapaði þeim, góð-
um og tryggum og miklum mannkostum búnum —
því það er skröklaust og öfgalaust. Andaðu þá hjart-
ans kveðju minni inn til kleifanna og Einhamars
og græntórinnar, þar sem Gísli hné örendur og
Auður grét. Enginn veit nema ég sjálfur, hvað
Gísli hefur orðið mér hollur á hlið, þegar að hefur
sorfið, þó aldirnar liggi á milli og ég sé mun skap-
líkari Hallfreði en honum. . . . Líklega fer ég aldrei
víða um landið til að litast um og frelsa minn
eigin anda úr fjötrum þröngsýninnar —- þó þyrfti
ég þess —- helzt kynni eitthvað nýtilegt að koma
í ljós þá.“
Sum bréfanna eru rituð að kvöldlagi, þegar bónd-
inn kemur heim af fundum um félags- og stjórn-
mál. Var þá oft gott að eiga bréfin að til að svala
huganum og losna við hugsanir — að minnsta
kosti á pappírinn, því að í einverunni komu oft
fram sár, sem leynzt höfðu í orðahríðinni, þegar
baráttumaðurinn funheiti hafði gengið of langt
fram í orrustunni, vegið á báða bóga, en staðið
sjálfur hlífðarlaus fyrir höggum.
Þessum „vopnaviðskiptum“ er í bréfunum lýst
af miklum þunga og alvöru. Áfellir hann oft sam-
tíðarmenn sína, finnst þeir hafa brugðizt hugsjón
sinni, þegar verst gegndi, hugsað meir um sinn hag
en annarra. Þó býr ákafamaðurinn yfir meira hlut-
1 9. JÚNÍ
4