19. júní


19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 21

19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 21
Halldóra Briem arkitekt er fædd að Hrafnagili í Eyjafirði, dóttir hjónanna Valgerðar og síra Þor- steins Briems. Hún stundaði nám við Menntaskól- ann i Reykjavík, og að loknu stúdentsprófi 1935 sigldi hún til Svíþjóðar, nam húsagerðarlist (arki- tektur) við tekniska háskólann í Stokkhólmi og lauk háskólaprófi þaðan. Síðan hefur hún verið bú- sett i Svíþjóð og unnið sem arkitekt hjá ýmsum stofnunum og félagasamtökum, t. d. sænsku sam- vinnufélögunum og félaginu Byggtjanst í Stokk- hólmi. Meðal annars var hún yfirmaður teikni- stofu, sem hafði það verkefni að teikna hentugar íbúðir, sem miðaðar væru við fjölskyldustærð og tekjur. Þegar heppileg lausn var talin fyrir hendi hverju sinni, var hafin fjöldaframleiðsla slíkra ihúða. Þessir starfshættir hafa sjálfsagt lækkað byggingarkostnaðinn að mun. Halldóra, sem er duglegur og hugkvæmur arki- tekt, er fyrsta og líklega eina íslenzka konan, sem hefur lagt stund á þessa starfsgrein. Þvi miður hafa landar hennar ekki notið starfskrafta henn- ar, og hefði þó ekki veitt af að hressa svolítið við húsagerðarlistina í okkar fámenna og hugmynda- snauða landi. — Halldóra er gift sænskum lækni, dr. Jan Ek, og eiga þau fimm böm. 1 9. JÚNÍ u -----Þér spyrjið um nýjungar í húsagerð, sér- staklega þær, sem að gagni komi barnmörgum f jöl- skyldum. Því miður er því til að svara, að enginn töfra- sprota hef ég séð sveiflað á þeim vettvangi þau árin, sem ég hef fylgzt með húsagerðarmálum hér á landi. Aðalbótin er auðvitað, að tekjur manna hafa aukizt mjög frá því á kreppuárunum um og eftir 1930, og þó að vöruverð hafi um leið hækkað, verð- ur þó útkoman það hagstæð, að eftirspurn á stærri og fullkomnari íbúðum er geysimikil. Eykur það húsnæðiseklu þá, sem ríkir hér í öll- um stærri bæjum og er eitt af meiri vandamálum þjóðarinnar. Henni veldur líka mikill aðflutningur úr sveitum til bæja, svo og frá nágrannalöndun- um, sérstaklega flóttamannastraumurinn, sem kom frá Eystrasaltslöndunum á stríðsárunum. Beztu þægindi barnmargrar fjölskyldu er án efa rúmgóð vistarvera, en þar eð veraldarauður og barnamergð fylgjast sjaldan að, verða slík þægindi fágæt. Stærð íbúðarinnar takmarkast fyrst og fremst af tekjum fjölskyldunnar, en sjaldan af harnafjöldanum. En er þetta ekki sama sagan alls staðar? En hvað er um sænskar nýjungar á þessu sviði? Fyrir rúmum 20 árum, þegar Myrdals-hjónin vöktu máls á því, að mannfjölgun væri of lítil með þjóðinni, var stungið upp á ýmsum umbótum til styrktar barnmörgum fjölskyldum. Voru þá m. a. byggð hin svo nefndu „barnrikehus“, þar sem leiga var tiltölulega lág. Varð það aldrei vinsælt, þótti bera keim af fátækrahverfi. Nú er aftur á móti veittur styrkur, „hyresbidrag11, í hlutfalli við barnafjölda, — en hann fæst ekki, nema um mjög lágar tekjur sé að ræða . 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.