19. júní


19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 25

19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 25
Vinkonan yppti öxlum og kveikti í nýrri sígar- ettu. — Agaleg? Ne-hei. Ég segi bara satt. Krakk- arnir eru langbezt komnir hjá Guði, þegar pabb- amir eru stungnir af til Ameríku. Hvað getur maður svo sem? Ekki einu sinni gefið þeim að éta. I’m telling the truth. Pú. Veika stúlkan fékk hóstahviðu. Hún hafði hryglu. Andlitið varð bláhvítt á milli freknanna. Loks hætti hún að hósta og leit upp á vinkonuna másandi og voteyg. —■ Mér finnst samt maður verði að hafa ein- hvern til að þykja vænt um, stundi hún. — Ég held ég deyi annars —- það er ekkert líf — atiss! Það hefur ekki verið neitt líf, síðan hún Sissí mín dó, fyrr en . . . — Byrjarðu aftur! Það hafa margir átt krakka og misst hann og það efnað fólk, og það hefur á endanum hætt að fárast út af því. — Já, en hún var svo falleg og góð . . . — Svona, hættu nú. Hún var eins og aðrir krakkar. Þetta kemur fyrir fólk. Kemur fyrir marga. En fátækar stelpur, ógiftar, eiga ekki að vera að þessu — að eiga krakka meina ég, — og sízt í bröggum. I mean that. Vinkonan sló á lærið með hönzkunum og púaði ákaft. Hún lézt ekki taka eftir því, að veika stúlk- an var'farin að kjökra. — Ég held það sé nóg fyrir þig að hafa hann Nonna, fyrst þú getur sætt þig við að vera með íslendingi. Ég skil það ekki — að geta verið með honum Nonna, lubbalegum sjóara og eyrarvinnu- strák! Guð, hann er svo sveitó! En hvað um það. Sá held ég verði ekki lengi að segja bless, þegar þú færir honum fréttimar! Veika stúlkan reis upp og þurrkaði framan úr sér. Hún var þrjózkuleg. — Ég er búin að segja honum Nonna það, sagði hún. — Og hann var ekkert vondur, hann var bara góður. Hann vill ekki, að ég fari til sérfræð- ings. Hann segir það verði einhver ráð. Vinkonan hnusaði. — Einhver ráð! Það er lengi hægt að tala! Ein- hver ráð! í þessum ónýta bragga, og þú heilsulaus og allslaus! Þú manst nú, hvernig fór með Sissí. Éld þið séuð biluð. I say that. Það varð stundarþögn. Svo fór veika stúlkan aftur að kjökra og kjökrið varð að sárum gráti. Loks fór hún að háskæla. Vinkonan varð vandræðaleg. Fyrst beygði hún 1 9. JÉTNÍ sig niður og reisti upp sultukrukkuna með visnu blómunum og lagfærði þau, eins og þau væru enn þá ný og lifandi. Svo laut hún að veiku stúlkunni og strauk feimnislega yfir úfinn drengjakollinn á henni. — Guð, mér þykir svo fyrir þessu, hvíslaði hún. — En þú veizt ég vil bara það bezta. Þú sérð, að þetta er barasta ekki hægt, eins og allt er . . . það eru erfiðir tímar. Ég skal koma með þér til sér- fræðingsins, ef þú ert — feimin. Ha? Á ég að gera það? Hættu nú að gráta, vina. Það dró heldur niður í veiku stúlkunni við þessi huggunarorð, og gráturinn stilltist smátt og smátt. Loks settist hún upp og þurrkaði af sér tárin með hnefunum eins og krakki. Hún hnipraði fæt- urna undir sig; henni var kalt á þeim. Nefið á henni var rautt, og hún var þrútin í framan. — Gefðu mér rettu, sagði hún nefmælt og rétti fram höndina. — Sjálfsagt, elskan. Maður má ekki missa kjark- inn, meðan hægt er að redda einhverju. Sérfræð- ingurinn er svo lipur og viðtalsgóður. Ég veit ekki, hvað oft hann er búinn að redda mér. You see. Þetta verður maður að gera. Veika stúlkan elti reykinn með augunum, þar sem hann engdist í sólargeislanum. Hún saug upp í nefið. Það var uppgjöf í svipnum. — Kannske ég fari þá til sérfræðingsins, sagði hún loks. — En Guð, þetta er svo agalegt allt saman. Vinkonan andvarpaði og forðaðist að líta á hana, en starði annars hugar á visnu blómin í krukk- unni. —■ Ég skal koma með þér, sagði hún svo. Hún hafði allt í einu hækkað röddina. Það var gamal- mennisrödd. — Þú vei’ður að redda peningunum. Það er dýrt. — Nonni verður . . . Veika stúlkan blés reyknum út í loftið. — Já, mér vantar peninga, sagði hún. — Og hvað á ég að segja við hann Nonna? Guð þetta er svo agalegt allt saman. — Nonni reddar peningum, sagði vinkonan. — Hann verður. — Já, en hvað á ég að segja? Hvernig á ég að útskýra það — þetta? Eins og hann Nonni er góður! * * * Hún var komin til sérfræðings. Það var að vísu ekki sérfræðingur vinkonunnar, — það var henn- ar „eigin“ sérfræðingur. 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.