19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 22
Annað ráð var það að reisa svonefnd „kollektiv-
hús“, sem mætti e. t. v. nefna samneyzluhús á ís-
lenzku. Þar var séð um alla matargerð í central-
eldhúsi og maturinn annaðhvort sendur í lyftum
til leigjenda eða framreiddur í sameiginlegum mat-
sal. Á dagheimili voru börnin örugg, meðan móð-
irin var á sínum vinnustað utan heimilis. Óhrein-
um fatnaði var hægt að fleygja í pokum eftir sér-
stökum leiðslum ofan í þvottamiðstöð, sem skilaði
þvottinum hreinum og stroknum. Smíðastofa og
leikfimissalur var handa hálfstálpuðum börnum.
Hjálparstúlkur voru ráðnar til að annast tiltekt í
íbúðunum, ef þess var óskað. — Er að furða, þótt
okkur fyndist sem við hefðum himin höndum tek-
ið að fá íbúð í svona húsi fyrir einum 14 órum.
Og þó fylgdu þessu gallar, — húsaleigan var svo
há, að oft neyddist húsmóðirin til að vinna fullan
vinnutíma utan heimilis, — sem mér finnst var-
hugavert, þar sem börn eru á heimili, einkum
meðan þau eru lítil, en það er viðkvæmt vanda-
mál, sem frú Alva Myrdal tekur til athugunar í
bók sinni „Kvinnan tvá áldrar11.
Samneyzluhúsunum fylgir líka sá galli, að íbúð-
unum er þrengt saman utan um aðalkjarnann, —
samneyzlukerfið, og gerir það húsin að hóum skýja-
kljúfum.
Fátt á þó eins illa saman og lítil börn og „skýja-
glópar11 þessir, með óendanlegum stigum eða leið-
inlegri lyftu, gluggum og svölum í svimhæð, sem
eru hættulegar freistingar óvitum, en martröð for-
eldranna.
Yfirleitt hefur mikið verið rætt undanfarið um
kosti og galla á þessum gifurlega háu húsum, —
bæði í blöðum og á byggingarmálaráðstefnum.
Talið er sjálfsagt, að miðbik bæjanna með búð-
um og skrifstofum sé háhúsakerfi. Hitt er vafa-
atriði, hvort ibúðarhús fyrir bamafjölskyldur eigi
að vera af sama tæi. Margir álíta, að með því að
byggja hús, allt að fjörutíu hæða, sparist svo bygg-
ingargrundvöllurinn, að svæðið kringum húsið sé
hægt að nota sem lystigarð, íþróttasvæði eða leik-
völl og yfirleitt una þar í sveitarsælu í nýtízku
íbúð, þrunginni veraldarinnar tæknikynstrum.
Ekki amalegt, finnst okkur, sérstaklega meðan
við erum tvítug, einhleyp, gædd óbilandi tauga-
styrk og áhuga á fallhlifarflugi. En séum við af
eldra tæi og af veika kyninu og með hjarta og
heimili fullt af ungviði, — læðist þó ekki annar
draumur upp í hugann?
Þar tifa barnsfætur út og inn af grasbletti, beint
inn á stofugólf. Rós ilmar þar við vegg, kisuhnoðri
strýkur sér upp að dyrastaf, og afi og amma kunna
við sig nálægt „grundinni vallar11 í stað þess að
hanga í lokuðum lyftum á milli heims og heljar.
Húsateiknari einn í Gautaborg stakk upp á því
nýlega, að háa húsið væri lagt gætilega á hliðina,
— hver íbúð fyrir sig gróðursett í frjórri mold,
með mátulegu millibili, svo að sálin fengi þar svig-
rúm í ofurlitlum urtagarði.
Það yrði í framkvæmdinni ekki miklu dýrara
en að reisa þessi háu hús með öllum sínum stiga-
gangi og lyftum, dýrari veggjasmíði og erfiðari
byggingaraðferð. Aftur á móti yrði þá lóðin stærri
og vegalengdir meiri, — en til hvers eru allir
þessir bílar? Hingað til hefur þó engum tekizt að
byggja einstaklingshús jafnódýrt og samsvarandi
íbúð í leiguhúsi, og hefur þó margt verið reynt, —
svo sem verksmiðjuframleiðsla á ýmsum hlutum
hússins eða ný byggingarefni tekin í notkun eins
og t. d. „plastið11.
Þó held ég, að það, sem mest hafi hindrað bygg-
ingu smáíbúða, séu lánaskilyrðin. Reyndar hefur
verið hægt að fá allt að 90% af byggingarkostnaði
í lánum fyrir einstaklinga, ef þeir byggja samkv.
kröfum frá Bostadsstyrelsen, en þeir verða samt að
leggja fram að minnsta kosti 10% úr eigin vasa,
og bera alla ábyrgð, fyrirhöfn og áhyggjur út af
lánatöku og afborgunum.
Auðveldara er að fá íbúð í leiguhúsi, þó þarf
aðeins að borga mánaðarleigu, sem getur þó orðið
strembin, þegar leiga fyrir hvern fermetra er 45
1 9. JÚNf
20