19. júní


19. júní - 19.06.1958, Page 7

19. júní - 19.06.1958, Page 7
leysi en við hefði mátt búast. Einn gagnrýnend- anna, sem hafði sent honum aðfinnslubréf, fær þann dóm, að hann eigi sjálfur í erfiðleikum, þaðan séu aðfinnslurnar sprottnar, hann sé í raun- inni skynsamur, en sérvitur. Einn prestanna fær þau látlausu ummæli, að hann sé duglegur lurkur, sem bjargist vel af, en það er mesta hrós, sem hægt er að finna um hina andlegu stétt í bréfunum. Stundum er allri bardagalýsingunni snúið upp í gaman, en gamansemi gætir oftar í bréfum hans en ritum. Drcgur hann þá oft dár að sjálfum sér og öðrum, en segir oft mest, þegar hann gerir sem minnst úr: „Nálar og títuprjóna hefi ég ávallt hræðzt frá æsku, og það er líka eins og menn hafi grunað það; þeir bölvuðu prjónar sitja ekki svo fáir í skrokknum á mér. Af því eru bituryrðin mín sprottin að miklu leyti“ (1909). En annarri baráttu er líka lýst í bréfunum, bar- áttunni milli erfiðra lífskjara og löngunar að skrifa, togstreitunni milli sögusmiðsins og bóndans. „Og það slítur og æsir skap mitt sögusmíðið með bú- stritinu, bætir ekki viðbúð mína við námenn þá, sem heimta fyrst og fremst alúðar bóndann, for- sjálan, hygginn og stórhuga," skrifar hann Dísu árið 1903, ári síðar en önnur og merkasta bók hans kom út: Upp við fossa. 1 sama bréfi segist mann mundu efna til annarrar sögu, — sér detti kaflar hennar í hug annað veifið, -— ef liann hefði léttari vinnu og lítið umstang við hokrið“. Oft telur hann lika dugleysi og ístöðuleysi ástæð- una fyrir ódugnaði sínum — „og svo barnið mitt, hefi ég skrifað sumt með blóði mínu, og við það hefi ég kólnað og dofnað" (1904). Vorið, segir hann, að sé erfiðasti tími „skapi sínu og skrokk", þá fái hann ekki notið sín, nema hann mætti skrifa — „það gæti ég þá helzt og mig grun- ar bezt, en efni og atvik banna mér það ávallt, og svona verður það allt til enda“ (1909). Síðustu árin segir hann, að sig langi „æ meir að skrifborðinu og minni áhyggjum“ (1913), — „áhyggjulítill og með hæfilegu starfi, held ég þó, að ég gæti gengið frá ýmsum brotum og ef til vill bætt við (1914)“, voru síðustu ummæli lians í bréf- unum um ritstörf sín. Stundum finnst honum dómarnir um' bækur sín- ar harðir og ósanngjamir, „penni sinn hafi talað hreinna og hispurslausara um líf og athafnir mann- anna en þeir geti þolað“ (1904). Þegar hann hafði sent samkvæmt beiðni „Næturhugsanir í öræf- unum“ til eins aðfinnslumanna sinna, segir hann, að margir vilji sjá þær, en sumir sjálfsagt aðeins til þess að lesa úr þeim heiðni sína og siðspillandi hugsanir (1904). Loks þegar lofið var fengið, var það ekki eins sætt sem hann hélt og „sæla ritsmiðsins daufari en hann dreymdi um“ (1903). En þrátt fyrir togstreituna milil skáldsins og bóndans, aðfinnslurnar og vonbrigðin hvetur hann dóttur sína til að skrifa, því að ritstarfslöngunin fái stundum „beggja skauta byrinn frá sorg og harmi, vonbrigðum og sárum sviða“ (1909). Þótt skáldið finni margt samtíð sinni til for- áttu og standi reikningsskil yfir sjálfum sér, er margt í bréfunum, sem fær mildari dóm og sumt, sem ekki þarf að dæma, það sem er gott í sjálfu sér, þarf ekki að setja undir mæliker. „En fögur er sveitin, það veit trú mín, fögur og frjálsleg, gagnauðug og sviphrein“ (1909). Þessi ummæli koma ekki á óvart, þar sem sögur Þorgils gjallanda gerast flestar til sveita, engin út við sjó, og ein- hvern veginn er eins og sveitin hans fagra standi alls staðar á bak við. Ósanngjarnt væri að geta ekki þess, sem oftast er nefndur á nafn í bréfunum fyrir utan nánustu skyldmenni, en það er Rauður gamli. 1 fimm bréf- anna kemur hann allmikið við sögu. í bréfi 1904 segir á þessa leið: „Rauður er ósköp gamallegur og daufur, þótt mér heppnist með rennvotu heyinu að halda brjóstþyngslunum í skefjum. Hann er líka með magrara móti, heyið verra en vant er og matgjafir sama sem engar. Ef ég þori og ef ég get, langar mig til að bæta hann, aumingja karl- inn.“ Þegar dóttirin dvelst við nám í Noregi, er skáld- inu annt um, að hún kynni frændþjóðinni land sitt og þjóð. Hann biður hana að lýsa lífsháttum okkar, taka t. d. heyskapar- og réttardag — Upp við fossa; hríð og hjástöður og Hálegg, forystusauðinn með bjölluna; Frosta Þóraiins á Hamri og bænda- glímuna; sögulestur á vökunni og vinnubrögð ann- arra í baðstofunni, skautahlaup, bóklestur, ritstörf í tómstundum, tækifærisvísur og skemmtanir. Tel- ur hann þarft verk að vekja hjá frændþjóðinni grun um, að hér búi „hugsandi og lifandi menn með heitu blóði, sem geta verið vaskir og kátir, þegar sólin skín og hríðin orgar“ (1913). „Verði hér nokkrar trúardeilur, þá er ég sjálf- sagður að taka þátt í þeim,“ ritar hann Dísu 1904 og telur jafnframt liugsanlegt, að einhver tali til sín svigurmæli, en um trúarskoðanir Jóns 1 9. J U N 1 5

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.