19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 10
Þórunn Jónasen
Katrín Magnússon
Bríet BjarnhéSinsdóttir
Guðrún Björnsdóttir
Kjörgengisréttm* reykvískra kveniia
fimmtugur.
í janúarmánuði síðastliðnum voru liðin 50 ár
siðan konur tóku fyrst sæti í bæjarstjórn Reykja-
víkur, en 1. jan. 1908 gekk í gildi breyting á til-
skipun „um kosningar í kaupstaðnum Reykjavik“.
5. gr. þeirrar tilskipunar hljóðar svo:
Kosningarétt hafa allir bæjarbúar, karlar og
konur, sem eru fullra 25 ára að aldri, þegar
kosning fer fram, hafa átt lögheimili í bænum
eitt ár, hafa óflekkað mannorð, eru fjár síns
ráðandi, eru ekki öðrum háðir sem hjú og
ekki lagt af sveit, eða hafi þeir þegið sveitar-
styrk, þá endurgoldið hann, eða verið gefinn
hann upp, — svo framarlega sem þeir greiða
skattgjald til bæjarsjóðs. Konur kjósenda hafa
kosningarétt, þótt þær séu eigi fjár síns ráð-
andi vegna hjónabandsins og þótt þær eigi
greiði sérstaklega gjald í bæjarsjóð, ef þær að
öðru leyti fylla áðurgreind skilyrði fyrir kosn-
ingarrétti. Kjörgengur er hver sá, er kosninga-
rétt hefur.
Með lögum þessum var verulega aukinn réttur
kvenna til kosninga og kjörgengis, þó að þær fengju
ekki kosningarétt til alþingis fyrr en um það bil
8 árum síðar eða 19. júní 1915. En áður höfðu
aðeins ekkjur og aðrar ógiftar konur, sem stóðu
fyrir búi og voru 25 ára, kosningarétt og kjörgengi
í hreppsnefnd, sýslunefnd, bæjarstjórn og á safn-
aðarfundum. Kosningarétt fengu þessar konur árið
1882, en lcjörgengi ekki fyrr en 20 árum síðar eða
8
1902. Frumvarp til laga um kosningarétt kvenna,
sem stóðu fyrir búi, var fyrst flutt á þingi 1881
og samþykkt ári síðar. Segja má, að mál þetta hafi
verið auðsóttara en flest önnur réttindamál á þeim
árum. öllu verr gekk með kjörgengið. Um það var t
verið að þæfa næstum á hverju þingi um 10 ára
skeið.
Árið 1891 er flutt frumvarp til laga um kjör-
gengi þeirra kvenna, sem þegar höfðu fengið kosn-
ingarétt. Það frumvarp fer í nefnd, en dagar þar
uppi. Árið 1893 er það aftur á ferðinni og er sam-
þykkt á þingi, en fæst ekki staðfest hjá stjórn-
inni.
Vorið 1895 gengst Hið íslenzka kvenfélag fyrir
því, að konur sendi alþingi svohljóðandi áskorun:
Hér með leyfum vér undirritaðar konur oss
að skora á alþingi, að það, þrátt fyrir synjun
stjórnarinnar á lagafrumvarpi um kjörgengi
kvenna í hreppsnefndir o. s. frv., samþykki
frumvarp þetta á næsta alþingi og áfram,
þangað til það nær staðfestingu. Þá æskjum
vér og þess, að hinir háttvirtu þingmenn sam-
þykki réttindakröfur þær oss til lianda, er
frumvarp það fer fram á, sem ekki var full-
rætt á alþingi 1893 um fjárráð giftra kvenna
o. fl. — Um leið og vér þakksamlega viður-
kennum réttindi þau, sem alþingi hefur þegar
veitt oss, berum vér það traust til þess, að það
framvegis eftir atvikum veiti oss allt jafn-
1 9. JÚNÍ