19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 15

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 15
SIGURIIUR MÁLARI hvenb iinincjiiruin. Alls staðar þar, sem tekið er orðrétt upp úr grein Sig- urðar málara, hefur rithætti hans verið haldið. Hins vegar hefur niðurröðun efnisins verið breytt til skýringar. Þjóðminiasafnið hafði í vetur minningarsýningu á verkum Sigurðar Guðmundssonar málara í til- efni af því, að á þessu ári eru 125 ár liðin frá fæð- ingu hans. Það væri því ekki úr vegi að rifja upp á þessum vettvangi nokkur atriði varðandi eitt af aðaláhugamálum þessa fjölhæfa listamanns. Þótt Sigurður yrði ekki langlífur — hann lézt árið 1874 á 42. aldursári — hafði hann forgöngu um og vann með góðum árangri að ýmsum menn- ingarmálum. M. a. skrifaði hann athyglisverðar greinar um íslenzka kvenbúninginn, beitti sér fyr- ir breytingum á honum og gerði fjölda uppdrátta að útsaumi á hann. Má segja, að frá honum sé komin sú gerð hins íslenzka faldbúnings, sem nú tíðkast. Aðalritgerð sína um þetta efni skrifaði hann í Ný Félagsrit árið 1857, þá aðeins 24 ára gamall. Greinin, sem hann nefndi „Um kvennbún- ínga á Islandi", er löng og fróðleg, og mun hún ásamt ötulu leiðbeiningarstarfi Sigurðar næstu ár- in á eftir hafa átt mikinn þátt i að glæða áhuga manna á íslenzka búningnum. Kemur glöggt fram í grein í ÞjöSólfi árið 1870, hve Sigurður hefur áorkað miklu í þessum efnum á skömmum tíma, en þar segir m. a.: „Nýi skautbúníngrinn íslenzki er nú mjög far- inn að ryðja sér til rúms hér sunnanlands, og þó mest í Reykjavík og Reykjavíkursókn, að vér ætl- um, og má þakka hr. Sigur'Öi málara GuÖmunds- syni þá umbót að smekk og prýði og öllum þýð- leik, er þessi þjóðhúníngr vor hefir þar með feng- ið, því alla þessa kosti skorti að vísu eldra kvenn- búnínginn, og var hann einnig fyrir þær sakir farinn mjög svo að fymast og af að leggjast smám saman, einkum um síðastl. 30—50 ár, þó að með 1 9. JÚNl fram styddi að því fíkn kvenna vorra eptir dönsk- um móð og útlendu prjáli, .... en helztu frúr og þeirra uppvaxandi dætr þóttust eigi mega koma fyrir augu útlendra manna .... nema svo, að engi sæist á þeim merki vors íslenzka þjóðbúníngs . . .“ I upphafi máls síns í Nýjum Félagsritum gerir Sigurður grein fyrir tilgangi búnings almennt: „að búníngrinn sé til þess tvenns ætlaðr: til gagns og til fegrÖar“. Þá segir hann ýtarlega frá íslenzkum kvenbúningum fyrr á öldum, en snýr sér síðan að samtíð sinni. Eru allar tilvitnanir, sem hér fara á eftir, úr þeirri grein. „Nú hef eg í stuttu máli sýnt mönnum hvernig kvenn-búníngrinn var í fornöld og allt fram á vora daga, og mun flestum sýnast að hann hafi verið næsta fagr; en hvernig er hann nú? — Þegar menn renna auganu á hinn íslenzka kvennbún- íng, eins og hann er nú farinn að verða um mest- an hluta íslands, og bera hann saman við fornöld eða miðöldina, þá stingr heldr en ekki í stúf.“ „— — — hvað hefir oss nú hlotnazt í stað hinna gömlu þjóðlegu og fögru búninga?“ spyr Sigurður, og er hann í engum vandræðum að svara þeirri spurningu sjálfur: „Fyrir hinn þjóð- lega fald, sem Freyja sjálf bar, eptir því sem hin gömlu kvæði vor kenna oss, höfum vér fengið hatta, sem í sniði varla líkjast neinu, sem konur hafa borið fyr eða síðar; þeir líkjast mest hellisskúta, svo að konur, sem bera þá, líkjast mest steinugl- um, eða kattuglum, sem hnipra sig inn í skúta til að forðast dagsljósið. Fyrir hina gömlu kyrtla eða hina útsaumuðu og fagrliga lögðu treyju, hefir okkr hlotnazt treyja og kjólar (eða hvað menn vilja kalla það) með allskonar afkára sniði, sem gjöra konur þær, sem bera þá, baraxlaðar eða pok- axlaðar, eða þríhöfðaðar, eða setja poka út iir hand- 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.