19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 16
Eggert Ólafsson.
Kvenbúningur (brúSarklæSi) frú síSari hluta 18.aldar.
Þá búru konur húa krókfalda (trafafalda).
leggjunum hér og hvar, og afmynda hinn fagra
kvennlega vöxt með öllu móti. Fyrir hálskragann,
eða höfuðdúkinn gamla, er kominn herðaklútr eða
Hamborgar-„sj.al“, sem nær langt ofan á bak, og
sem einúngis á við í kulda og regni, en ekki til
skarts, cg fyrir hinn útsaumaða kyrtil eru komin
kjólaslytti og pilz úr allskonar útlendri skræpu,
sem hvorki er hald né skjól í; en fyrir hin fögru
silfrbelti höfum vér fengið silki- og klæðisbönd,
sem bæði eru ónýt og verðlaus. Auk þess gjöra
margir víða um landið sér að skyldu að eyða öll-
um gömlum silfrbeltum og öðru kvennsilfri, hversu
merkilegt sem er, en láta gullsmiðina bræða upp
brjóst- og herðaskildina, festarnar, koffrin, laufa-
prjónana, ermahnappana, og allt þar að lútandi,
eða þeir senda það til útlanda, af því það þykir
þar merkilegt, en sjálfar fyrirverða konurnar sig
að bera það“.
Sigurði er lítt gefið um viðleitni samtíðarkvenna
sinna að fylgja erlendri tízku: „Það er illt og bros-
legt, að sjá, þegar menn koma í sveitakirkju á fs-
landi, og mikið er haft við;-------í sömu kirkj-
unni er kvennfólk með allskonar höfuðbúnínga og
allskonar fatasnið, svo manni gæti dottið í hug að
maðr væri kominn á grimudans. Sumar bera
„kappa", sem þær hafa þreytt hugvit sitt á að
skreyta með allskonar börðum, beiglum og út-
klipptum sepum, svo þetta lítr út sem merkileg-
asta þöngulhöfuð. — —----Aðrar hafa hatt á höfði
með stóru skygni, sem stendr fram og upp af höfð-
inu, miklu meira en nokkur hjólmgríma, með
tveimr klóm á kollinum, sem ógna tveim himins-
óttum. Hefði tJlfljótr, hinn gamli löggjafi fslend-
inga, lifað, þá hefði hann bannað að sigla að landi
með slíkum höttum, svo landvættir fældist þá ekki.
Þetta halda menn að sé meira háttar og fagrt;
þetta halda menn að útlendum liki, en því fer
fjarri, einmitt að þessu hlægja þeir, og munu marg-
ir hafa heyrt það, sem samgöngur eiga við þá; þeir
eru líka vísir til að setja það i ferðabækr sinar,
sem dæmi uppá heimsku manna og skrælingja-
hátt, því ekki er þetta svo gott, að þetta geti heitið
danskr eða neinna kristinna manna búníngr, heldr
er það því líkast sem Skrælingjar gera, og aðrar
villiþjóðir, sem kaupa sína flíkina af hverri þjóð-
inni, fara í skyrtuna yzta klæða, og setja skinn-
sokka eða stígvél á höfuð sér .... Það sætir undr-
um, að hvergi held eg sé að tiltölu eins blind eptir-
öpun í búníngum eins og á íslandi;-----------og
er þetta því meiri furða, sem íslendíngar eiga fegri
þjóðbúníng en flestar aðrar þjóðir. í flestum lönd-
um lætr bændafólk sér nægja að bera sinn eigin
þjóðbúníng. — — — og þó það fyndist nú, að ein-
hver þjóð apaði eptir búningum og siðum i blindni
og umhugsunarlaust, þá er það samt Íslendíngum
viðvikjandi því óþjóðlega, óhaganlega og ófagra
við þennan búníng eins og hann nú er.-----------
en það er ekki nóg að sjá gallana á honum eins og
hann er, eða að játa, hversu hann er í marga staði
hlægilegr og í alla staði ósamboðinn og óhæfilegr
14
19. JÍTNÍ