19. júní


19. júní - 19.06.1958, Síða 24

19. júní - 19.06.1958, Síða 24
Veika stúlkan lá á gamla, mjóa dívaninum, og það gnast í honum i hvert skipti, sem hún hreyfði sig. Hún var með astma og hafði kvefazt. Lungun voru hrjúf, sagði læknirinn; hún hafði líka slæm- an hósta. Vinkona hennar var í heimsókn í þessu tilefni og sat á kassa fyrir framan dívaninn. Við hliðina á kassanum stóð sultukrukka með visnuðum blóm- um, sem vinkonan hafði sett til hliðar, þegar hún kom. Enginn gat nú lengur séð, hvaða blóm þetta höfðu verið. Hún reykti í sífellu og kreppti rauð- lakkaðar tærnar í opnum samkvæmisskóm; kuld- ann úr gólfinu lagði upp í gegnum sólana. Rakt og innibyrgt loftið mettaðist smátt og smátt af tóbaksreyk, jafnvel fúkkalyktin varð að víkja fyrir beiskum reykjarilmi og kæfandi angan af Chanel nr. 5. Upplitað veggfóður, sem einu sinni var pastelblátt, hafði flagnað af bogadregn- um súðum herbergisins og hékk í flygsum fyrir ofan veiku stúlkuna. Það var myglað og þakið ryki, og glitti í það eins og snjókristalla. Arið glitraði i daufum sólargeisla, sem skáskarst inn um ofurlítinn gaflglugga. Sá gluggi var óhreinn og hátt uppi eins og í öðrum bröggum, og rúðan var margbrostin. Litlir strákar léku sér að því að hæfa hana með smásteinum og skjóta í hana af teygjubyssu, ef þeir áttu. En glerið var tvöfalt og sterkt og stóð af sér þess konar smásendingar, að því undanteknu, að í það komu skrautlegir brest- ir, sem voru líkastir dálitlum sólum með veðra- hjálmi, þegar bjart var úti, en þegar dimma tók, urðu þeir áþekkastir smátunglum með rosabaug. Þeir ljómuðu glæsilega í mattri birtu dagsins, og á kvöldin, þegar glugginn grét, brotnaði ljósið að handan svo fallega í votri rúðunni; það varð alla- vega litt, og brestirnir skinu eins og ofurlitlar stjörnur; stúlkan undi við að horfa á það, þangað til nágranninn slökkti. Vinkonan var gremjuleg á svipinn. Þær höfðu verið að kýta. Hún vatt upp á laxbleiku sumar- hanzkana sína, eins og þeir væru borðtuska. Þetta var föl, horuð kona um þrítugt, með rautt, litað hár og fjólubláan varalit. Beinaberir fingur henn- ar voru prýddir ótal hringum, en enginn þeirra var hinn margeftirsótti hringur allra hringa, gift- ingarhringurinn. Þetta var ódýrt gler- og steina- safn, sem konur hafa gaman af að eiga og sýna. Að auki bar hún mörg armbönd, sem hringlaði í, þegar hún bandaði frá sér reykjarmekkinum eða festi sígarettu í skrautlegu röri, eins og þeim, sem stjörnur brúka. — En þú verSur að fara til sérfræðingsins, sagði hún. — Éld þú sért vitlaus að ætla ekkert að gera í málinu. Guð, ég veit ekki, hvar ég væri, ef ég hefði hann ekki — ég væri dauð! Veika stúlkan saug upp í nefið. — En maður verður að hafa einhvern til að þykja vænt um, sagði hún hikandi. — Ekki bara stundum, heldur allan daginn, alla nóttina, eitt- hvað til að þykja vænt um, til að þykja fallegt — alltaf. Ég vil hafa blóm, þau eru falleg og góð — og krakka, — þau eru lika falleg og góð. Ég vil hafa svoleiðis------ég vil hafa fínt — — Alltaf, segir þú! greip vinkonan fram í. — Hvað hefur maður alltaf? Ekki neitt. Ég hélt ég myndi hafa Djimm alltaf; — ég hélt við elskuð- um hvort annað. Guð, maður! Nokkrar nætur, bless you, svo var hann farinn. Þú hélzt þú mundir allt- af hafa Sissí litlu hans Djonns, þó hann styngi þig af! Eitt ár. Svo dó hún úr heilabólgu. Svona missir maður eitt og allt. Hún slökkti í stubbnum og andvarpaði. — Eða blóm! Hver hefur blóm í bröggum, ég bara spyr! Þau eiga bara við í fínum stofum hjá heldra fólki! Hún hnusaði með fyrirlitningu og ýtti með fæt- inum við sultukrukkunni, svo hún valt á hliðina. Það skrjáfaði í visnum blómunum; vatnið var löngu búið. Krukkan ruggaði á gólfinu. — Blóm visna og verða að rusli, og krakkar deyja. Svona missir maður allt og allt. Annars fannst mér þú heppin, að Sissí skyldi deyja. Veika stúlkan hrökk saman, hneyksluð. — Guð, hvað þú getur verið agaleg, sagði hún. 1 9. JÚNl 22

x

19. júní

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.