19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 26
— Jæja, þú ert komin aftur?
— Já.
— Hvað er það núna?
— Það er svo nxargt.
— Nú? Óregla, vítamínskortur, ást, fátækt,
taugaveiklun, húskuldi . . .
— Það er það líka, en . . .
Stúlkan þagnaði og horfði vandræðalega niður
í kjöltu sér.
Sérfræðingurinn horfði rannsakandi á óútfyllt
eyðublað og pikkaði óþreyjufullur í borðröndina.
— En hvað? spurði hann loks. — Segðu mér
nú, hvað er að.
— Það er svo margt.
— Margt, já, rétt já ■— hvað helzt?
— Mér kvíðir svo fyrir að verða þama í vetur.
Það er svo kalt og ljótt og . . .
— Þú þarft bara að fara að gifta þig, góða mín.
Fá íbúð og mann og gifta þig. Þá lagast þetta allt
og þú gleymir því liðna. Það eiga allir í erfiðleik-
um, en öll él birtir upp um síðir. Bara um að gera
að hafa karakter fyrir sjálfan sig — absolútt!
Sérfræðingurinn brosti uppörvandi. Honum
fannst sér hafa tekizt upp.
— Ég er ófrísk, sagði stúlkan.
Brosið storknaði framan í sérfræðingnum og
varð að skelfingarsvip. Hann starði á hana með
opinn munn, stirðnaður í framan.
Stúlkan varð óttaslegin að sjá hann svona á svip-
inn. Hvað hafði hún sagt?
— En þessi strákur er góður, sagði hún óðamála.
— Það er ekki Kani núna, — þessi er góður —
hann ætlar ekki að fara frá mér — hann er bara
venjulegur, ekki fínn, — hann er eyrarvinnu-
strákur, íslendingur — vinnur við höfnina —
hann segir: — við setjum það á — það verða ein-
hver ráð — segir hann . . . atiss!
Stúlkan hnerraði og stanzaði í ræðunni. Sér-
fræðingurinn slaknaði í framan. Hann gat nú lok-
að munninum og gerði það varlega. Svo kingdi
hann munnvatni og stundi.
— Það er alveg satt, sagði stúlkan sannfærandi.
— Hann er áreiðanlega ekki að plata. Hann er
góður.
— Getið þið — getur hann þá ekki fengið íbúð
og þið gift ykkur? Þá — það hlýtur þá allt að
vera í lagi . ..
— Hann er fátækur. Hann hefur ekki vinnu
nema stundum. Hann á enga peninga fyrir íbúð.
Og — það er farið að sjá á mér. Konurnar sjá það
strax, og þá vilja þær ekki leigja okkur . ..
Sérfræðingurinn var nú nokkurn veginn kom-
inn í jafnvægi aftur. Hann raðaði eyðublöðunum
hverju ofan á annað, nákvæmlega hornrétt; þau
urðu eins og eitt blað.
— Ojá. Það var — hm — mjög óheppilegt —
hérna óþægilegt. Það var það.
Þögn.
—Þú hefðir átt — fólk á að passa sig betur.
Braggar eru ekki til að eiga börn í þeim. Og —
hm — sem sagt, íbúðarlaust fólk — auralítið —
ógift . . .
— Já, hann var nefnilega á götunni. Og ég —
mér þykir vænt um hann — ég lofaði honum að
vera . ..
Stúlkan gaut augunum upp á sérfræðinginn,
feimnislega, afsakandi.
— Hann er svo góður.
— Góður, — já, rétt, jú rétt. Góður, jú jú. En
það er ekki nóg. Maður verður líka að hafa kar-
akter fyrir sjálfan sig. Absolútt. Og fátækt fólk —
í bragga . . .
Stúlkan dökknaði í framan. Freknurnar urðu
nærri svartar.
— Ég veit maður á að passa sig — og hafa kar-
att — atiss! — héma — ka ...
— Karakter.
— Já. En honum var svo kalt á gólfinu. Og dí-
vaninn er svo mjór — maður er svo fast saman.
Og hendumar á manni fara sjálfar af stað.
— Hm.
Hendur sérfræðingsins, hvítar vel hirtar skrif-
stofuhendur, hurfu snögglega inn undir borðið.
Hann roðnaði aftan á hálsinum og forðaðist að
horfa á horaðar stúlkuhendur með tóbaksgulum
fingrum og nöguðum nöglum, sem lágu umkomu-
leysislegar á gljáfrægðu skrifborðinu fyrir framan
hann. Roðinn aftan á hálsinum breiddist óþægi-
lega út.
— Hm, hm.
— Ég veit það má ekki. En hann var svo góð-
ur — það em svo fáir góðir, — og ég gat ekki —
verið vond.
Stúlkan þagnaði. Hún bældi niður hnerra og
varð þrjózkuleg í framan.
Sérfræðingurinn ræskti sig.
— Það er ekki mn annað að ræða en gera það
skásta úr þessu — þið verðið að gifta ykkur, —
24
1 9. JÚNÍ