19. júní


19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 26

19. júní - 19.06.1958, Blaðsíða 26
— Jæja, þú ert komin aftur? — Já. — Hvað er það núna? — Það er svo nxargt. — Nú? Óregla, vítamínskortur, ást, fátækt, taugaveiklun, húskuldi . . . — Það er það líka, en . . . Stúlkan þagnaði og horfði vandræðalega niður í kjöltu sér. Sérfræðingurinn horfði rannsakandi á óútfyllt eyðublað og pikkaði óþreyjufullur í borðröndina. — En hvað? spurði hann loks. — Segðu mér nú, hvað er að. — Það er svo margt. — Margt, já, rétt já ■— hvað helzt? — Mér kvíðir svo fyrir að verða þama í vetur. Það er svo kalt og ljótt og . . . — Þú þarft bara að fara að gifta þig, góða mín. Fá íbúð og mann og gifta þig. Þá lagast þetta allt og þú gleymir því liðna. Það eiga allir í erfiðleik- um, en öll él birtir upp um síðir. Bara um að gera að hafa karakter fyrir sjálfan sig — absolútt! Sérfræðingurinn brosti uppörvandi. Honum fannst sér hafa tekizt upp. — Ég er ófrísk, sagði stúlkan. Brosið storknaði framan í sérfræðingnum og varð að skelfingarsvip. Hann starði á hana með opinn munn, stirðnaður í framan. Stúlkan varð óttaslegin að sjá hann svona á svip- inn. Hvað hafði hún sagt? — En þessi strákur er góður, sagði hún óðamála. — Það er ekki Kani núna, — þessi er góður — hann ætlar ekki að fara frá mér — hann er bara venjulegur, ekki fínn, — hann er eyrarvinnu- strákur, íslendingur — vinnur við höfnina — hann segir: — við setjum það á — það verða ein- hver ráð — segir hann . . . atiss! Stúlkan hnerraði og stanzaði í ræðunni. Sér- fræðingurinn slaknaði í framan. Hann gat nú lok- að munninum og gerði það varlega. Svo kingdi hann munnvatni og stundi. — Það er alveg satt, sagði stúlkan sannfærandi. — Hann er áreiðanlega ekki að plata. Hann er góður. — Getið þið — getur hann þá ekki fengið íbúð og þið gift ykkur? Þá — það hlýtur þá allt að vera í lagi . .. — Hann er fátækur. Hann hefur ekki vinnu nema stundum. Hann á enga peninga fyrir íbúð. Og — það er farið að sjá á mér. Konurnar sjá það strax, og þá vilja þær ekki leigja okkur . .. Sérfræðingurinn var nú nokkurn veginn kom- inn í jafnvægi aftur. Hann raðaði eyðublöðunum hverju ofan á annað, nákvæmlega hornrétt; þau urðu eins og eitt blað. — Ojá. Það var — hm — mjög óheppilegt — hérna óþægilegt. Það var það. Þögn. —Þú hefðir átt — fólk á að passa sig betur. Braggar eru ekki til að eiga börn í þeim. Og — hm — sem sagt, íbúðarlaust fólk — auralítið — ógift . . . — Já, hann var nefnilega á götunni. Og ég — mér þykir vænt um hann — ég lofaði honum að vera . .. Stúlkan gaut augunum upp á sérfræðinginn, feimnislega, afsakandi. — Hann er svo góður. — Góður, — já, rétt, jú rétt. Góður, jú jú. En það er ekki nóg. Maður verður líka að hafa kar- akter fyrir sjálfan sig. Absolútt. Og fátækt fólk — í bragga . . . Stúlkan dökknaði í framan. Freknurnar urðu nærri svartar. — Ég veit maður á að passa sig — og hafa kar- att — atiss! — héma — ka ... — Karakter. — Já. En honum var svo kalt á gólfinu. Og dí- vaninn er svo mjór — maður er svo fast saman. Og hendumar á manni fara sjálfar af stað. — Hm. Hendur sérfræðingsins, hvítar vel hirtar skrif- stofuhendur, hurfu snögglega inn undir borðið. Hann roðnaði aftan á hálsinum og forðaðist að horfa á horaðar stúlkuhendur með tóbaksgulum fingrum og nöguðum nöglum, sem lágu umkomu- leysislegar á gljáfrægðu skrifborðinu fyrir framan hann. Roðinn aftan á hálsinum breiddist óþægi- lega út. — Hm, hm. — Ég veit það má ekki. En hann var svo góð- ur — það em svo fáir góðir, — og ég gat ekki — verið vond. Stúlkan þagnaði. Hún bældi niður hnerra og varð þrjózkuleg í framan. Sérfræðingurinn ræskti sig. — Það er ekki mn annað að ræða en gera það skásta úr þessu — þið verðið að gifta ykkur, — 24 1 9. JÚNÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.