19. júní

Ataaseq assigiiaat ilaat

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 37

19. júní - 19.06.1958, Qupperneq 37
MORGUNN. Lindir renna, lindir niSa, lífiS fæSist og deyr. Einhvers staSar viS upptök þeirra er ómálga hlautur leir. * Þoka, þrœSir veganna slitnir, þúsundir manna horfa í tímanna þögn. En börnin raSa steinum í vegkant fram tiSarinnar. * Veröldin, sem er næst moldinni, hefur friS til dS vaka, og vegir hennar liggja opnir upp til Ijóssins, þar sem mennirnir merja hugsjónir timans undir járnslegnum hæl. sem gengur niSur brattann og biSur þess aS misstíga sig í grjótinu. * Hr bláköldu skini morgunsins, kom aldan, sem sleykti brjóst fjörunnar. Skinfölt tungliS starSi i auga sjóndeildarhringsins. Skugga vafin íveruhúsin drupu höfSi. Grámávar dagsins bærSu vængi líSandi stundar og horfSu spyrjandi augum hiÖ óþekkta. Kona beygS af stormum lífsins steig berum fœti á visiS blóm vonarinnar, sem óx i sandkorni strandarinnar. Hrynjandi tár öldufaldanna hurfu í djúp þagnarinnar. Tíminn fór höndum um unniS verk. Kristjana Sæmundsdóttir. Það var snemma morguns, dalalæðan læddist um móana, eins og hún færi hjá sér við fyrstu geisla morgunsólarinnar. Loftið var svalt og angaði af ferskri gróðurilman, spói vall úti í mýri, og tjaldur tók undir í túni. Léttur reykur liðaðist upp frá bænum. Annir dagsins voru að hefjast. Litla telp- an valhoppaði eftir götutroðningunum. Hún var á að gizka sjö ára, í stuttum gallabuxum, og tvær ljósar fléttur dingluðu á bakinu á henni. Hún var að ná í kýmar og sneri keyrinu, svo að hvein í. Hún var komin að mýrinni, en þar ætlaði hún að stytta sér leið, hoppaði berfætt þúfu af þúfu með skóna í hendinni. Hreyfingar hennar lýstu þeirri lífsgleði, sem aðeins verður vart hjá ungviði úti í náttúrunni. Þegar hún kom að síðustu þúf- ar á grænum grasbala. Þegar telpan kom, bröltu þær á fætur, teygðu sig og röltu af stað. Á heim- leiðinni heimsótti hún jarðarberjalyngið á holtinu. Á það var komið hvítt blóm, sem breiddi sig á móti sólinni. Bráðum kæmi berið, sem hún ætlaði að gefa mömmu sinni í borginni. Morgunsólin glampaði á glugga borgarinnar, kalt sjávarloftið barst með blænum inn yfir borg- ina. Hvergi var hreyfingu að sjá nema á einstaka fleytu við höfnina. En sólin náði ekki að skína inn um litla kjallaragluggann við eina mestu umferð- argötuna. Herbergið var dimmt og fátæklegt. 1 einu horninu stóð rúm, og fyrir ofan það hékk mynd af lítilli telpu með ljósar fléttur. I rúminu lá kona með þreytudrætti í andlitinu, grátt hárið lagðist þétt að fölum vöngunum. Hún hlustaði á tímann, sem talaði til hennar í fótatakinu á stétt- inni fyrir utan. Fyrst heyrðist í járnslegnum kloss- um hafnaxxærkamannsins, nokkru síðar létt fóta- tak verksmiðjustúlkunnar. Þá varð allt hljótt um stund, og nokkrar dúfur settust á stéttina í leit að molum. Lítill geisli hafði þrengt sér inn um glugg- ann. Konunni varð ósjálfrátt litið á myndina af telpunni, og það birti yfir svip hennar. Hún náði i prjóna á borðinu við rúmið og byrjaði að prjóna. Litla telpan hennar átti að fá hlýja peysu, þegar liún kæmi heim i haust. Sólin skein á þök borgar- innar. Stórt farþegaskip sigldi inn hafnarmynnið og tilkynnti komu sína með drynjandi eimpípu- blæstri. Bílar brunuðu eftir götunum, og hvert sem litið var, sást fólk i kapphlaupi við tímann. Borgin var vöknuð. Þórdís Þorgeirsdótitr. 1 9. J tJN 1 35
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.