19. júní


19. júní - 19.06.1958, Page 39

19. júní - 19.06.1958, Page 39
strendur landsins. Tegundir skyldar purpura- himnu, í Japan kallaðar amanori, hafa verið rækt- aðar um langt skeið. Árið 1936 var 504 ferkiló- metra svæði ræktað; af þvi fengust 31 500 tonn af amanori. Á Islandi hefur þörunganotkun verið með svip- uðum hætti og annars staðar í Evrópu: þörungar notaðir til áburðar og manneldis, auk þess að fén- aðinum hefur verið beitt í fjöru. I Grasnytjum Björns Halldórssonar, er út kom 1770, er getið um 14 þörungategundir, sem notaðar séu. Beztar til manneldis telur hann rauðþörunga, söl og fjöru- grös, en einnig sé marinkjarni góður í grauta. Sér- staklega rómar hann þó ágæti sölvanna. Hann seg- ir meðal annars: „Sölin giöra miúkt líf og næra þó, hafa þægann smek, eru holl og verða fliótt hvöri- um manni að næringu, líka þó veikr og lemagna sé. Sölin hafa mikið fínt sallt í ser, og eru holl i kölld- um siúkdómum, þaug giöra bæði matar lyst og þorsta, lækna klyu, veria sjósyki, uppþembing og harð-lífi. Þaug greiða alla náttúrlega rás líkamsins, þaug feita mann, og styrkia bæði karla og konur til bam-lagnaðar . . .“ Sölin virðast hafa verið mikilvæg í viðskiptum manna áður fyrr. Próf. F. C. Schubeler segir, að andvirði 12 álna vaðmáls hafi á Islandi á 19. öld verið 80 pund af sölvum, sem jafngiltu 12 pund- um af smjöri eða tunnu af mjöli eða rúgi. Ekki mun þó sölvatekja né önnur þörungatekja hafa verið mikil eftir seinustu aldamót. Dr. Helgi Jónsson, sá er mest og bezt hefur rannsakað þör- ungana við strendur Islands, ritar í Búnaðarritið 1911, að þörungatekja sé að mestu horfin. Harmar hann það, þar sem „margar af sæjurtunum séu hin bezta fæða, bæði fyrir menn og skepnur“. Það mun hafa vakað fyrir dr. Helga að hvetja fólk að nýta hin miklu auðæfi, er sæjurtirnar umhverfis landið hafi að geyma. Hann segir, að á nokkrum stöðum sé farið að brenna þara til joðvinnslu, en það þurfi að verða almennara, og hann ráðlegg- ur fdlki, hvaða aðferðir skuli notaðar til að safna þaranum o. s. frv. Hefði Helgi Jónsson verið á lífi i dag, hefði hann sennilega ekki hvatt fólk til að brenna þarann. Síðan hann leið, hafa menn upp- götvað mikilvægi hinna lífrænu efna þöi-unganna fyrir alls konar iðnað, en lífrænu efnin eyðast í brennslunni við joðvinnsluna. Snemma var farið að brenna þang og þara og vinna efni úr öskunni. I fyrstu var það aðallega sódi, sem notaður var meðal annars til gleriðju. 1 9. JÚNI Aðferðin gaf lítið af sér og lagðist fljótlega niður um 1800, er fundin hafði verið hentugri aðferð til sódavinnslu úr matarsalti. Eftir að Frakkinn Cour- tois hafði uppgötvað joð í þaraösku 1811 og farið var að nota joð meir og meir til lækninga, hófst þarabrennslan að nýju. Var þaraaska um langt skeið eina hráefnalindin til joðvinnslu. En er leið fram á 20. öldina, lækkaði joðverðið skyndilega, þegar farið var að vinna það sem aukaefni meðal annars við saltpétursframleiðslu i Chile. Var þá ekki lengur hægt að framleiða joð á samkeppnis- hæfu verði úr þara, og þarabrennslan lagðist að mestu niður. Meðan enn rauk úr joðbrennslustöðvunum, hafði Englendingurinn E. Stanford árið 1883 fundið merkilega lífræna sýru í þara. Sýruna nefndi hann alginsýru. Stanford setti á stofn verksmiðju til að framleiða sölt alginsýrunnar, kölluð alginöt, því að honum var kunnugt um, að þessi efni gætu orð- ið mikilvæg iðnaðarvara. En fyrirtækið misheppn- aðist, efnið, sem framleitt var, var dökkt og bland- að óhreinindum og þar að auki mjög dýrt. Tilraunum Stanfords var gaumur gefinn í Nor- egi, og var þar hafinn iðnaður eftir enskri fyrir- mynd. Framleiðsluvaran var kölluð Norgine og var heldur skárri en sú, er Stanford hafði framleitt. Það var ekki fyrr en um 1930, eftir að bygging sameindar alginsýrunnar var kunn og hin tækni- lega þróun hafði gert það kleift að bæta fram- leiðsluaðferðina, að áhugi iðnframleiðenda vaknaði. Siðastliðin 10—20 ár hefur framleiðslan farið lirað- vaxandi. I Skotlandi eru t. d. framleidd 1000— 2000 tonn af alginötum árlega, og í Bandarikjun- um skiptir framleiðslan þúsundum tonna á ári. Árið 1951 var kílóverð alginats 29.91 kr. En bú- ast má við, að verðið hafi lækkað síðan vegna ódýr- ari framleiðsluhátta. Segja má, að á degi hverjum sé fundin ný að- ferð til að nota alginötin í iðnaði, og virðast mögu- leikarnir ótæmandi. Hér verða aðeins nefnd örfá dæmi. Alginöt eru notuð í alls konar matargerð sem lileypiefiii, t. d. í rjómaís, búðinga, konfekt, kjöthlaup og niðursuðu, i alls kyns snyrtivörur, svo sem tannkrem, andlitskrem, handáburð og vara- liti. Einnig í plastgerð og málningu. 1 vefnaði hafa alginatþræðir smám saman fengið aukið gildi. T. d. eru kalsíum-alginatþræðir ofnir ásamt ull, vefnað- urinn er síðan þveginn í lút, og leysast þá alginat- þræðirnir upp, og efnið, sem fram kemur, er hið velþekkta chiffon. Krómalginatið brennur ekki, og 37

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.