19. júní


19. júní - 19.06.1958, Page 41

19. júní - 19.06.1958, Page 41
DAGURINN ÞINN Nú stendur hann auður stóllinn þinn, og stundin er kyrrlát og hljöS, en minningar hvarfla um huga minn, eg hef af þeim gildan sjóð. ÞáS er dagurinn þinn í dag. Hve langt er nú síðan, mamma mín, þó man eg þáÖ fullvel œ, er last þú mér sögur og söngst mér IjóÖ í svolitlum moldarbœ. ÞaÖ er dagurinn þinn í dag. Og hönd þín var úwallt heit og sterk, þó hún vœri grönn og smá. MeÖ þolgæÖi traust hún vann sín verk, þau voru ei smá né fá. ÞaÖ er dagurinn þinn í dag. Þú áttir svo mörg og erfiÖ spor um Œvinnar langa skeiÖ, en geymdir í sál þér sól og vor, þó syrti — og dimm vœri leiÖ. ÞaÖ er dagurinn þinn í dag. Þó reyndist þér gengi veraldar valt, þaÖ varÖ ei aÖ neinni sök. Á bjarginu trúar þú byggÖir allt og bót fannst og heilög rök. ÞaÖ er dagurinn þinn í dag. Þú varst ei meÖ þykkju, víl né vein, þó vœri á hluta þinn gert. En áö þú gerÖir ei öÖrum mein, þaÖ áleizt þú mest um vert. Þaö er dagurinn þinn í dag. Nú stendur hann auÖur stóllinn þinn, en stjarnan minninga skín. Og um mig leika ylinn eg finn, er andi þinn vitjar mín. ÞaÖ er dagurinn þinn í dag. Margrét Jónsdóttir. I skólagörðiuumi. RauÖir, bláir, gulir, gráir, grœnir, litlir barnakroppar, bognir yfir beÖin sín. Moka, stinga, m'yÍda, þjappa, mjúkum barnalófum klappa, börnin þín og börnin mín. Lítil fræ úr litlum poka, liprum fingrum smáar plöntur hvert í sinum rækta reit. Vökva, grisja, hreykja, hlynna, heil og fús til starfa sinna, dreymir, aÖ bau séu i sveit. BráÖum lyfta blómin koll, bráÖum kál og rófur spretta, þarna er arfi, þáÖ er Ijóst. Hann skal burt úr béÖi víkja, búinn meir en nóg áÖ sníkja sér viÖ mööurmoldarbrjóst. Þeir, sem bíÖa, blessun hljóta, bíÖa og vaka í trú á lífiÖ, göða mold og gröörarskúr. RauÖir, bláir, gulir, gráir, grœnir, litlir barnakroppar, færa mömmu björg í bú. Hólmfríður Jónsdóttir. 19. J tJ N I 39

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.