19. júní - 19.06.1961, Side 5
Olöf ríka Loptsdóttir
Erindi flutt
í Hítsmœðraskólanum á Hallormsstað
á konudaginn9
fyrsta sunnudag í góu, 1936.
Það má vel vera, að kona sú, er ég ætla að tala
um í dag, sé ekki beztur fulltrúi þeirra kvenna,
er þessi dagur hefur lilotið nafn af, nefnilega ís-
lenzkra húsfreyja eins og þær gerast almennt eða
hafa gerzt út um byggðir landsins, húsfreyjanna,
sem unnið hafa hin hljóðlátu störf þjóðfélagsins,
störf heimilisins, innanbæjarstörfin, sem engin saga
hefur verið skráð um, en eru þó ef til vill engu
að síður mikilvæg einstaklingnum en þau störf,
er hærra er látið um. Þessi kona er ein hinna
fáu kvenna í sögu Islands á miðöldum, er getið er
í sögum og árbókum þeirra tima, og það þarf ekki
að vera af því, að hún hafi verið neitt betri kona
en almennt gerist, heldur af því, að hún er riðin
við ýmsa atburði síns tíma, þ. e. atburði, sem hafa
verið færðir í letur. Hún er einnig að því leyti
nokkuð sérstæð, að hún er með ríkustu og tignustu
konum þessa lands á sinni tíð, 15. öldinni.
En það, sem helzt kom mér til að minnast þess-
arar konu hér í dag, er kvæðaflokkur sá, er dr.
Jón Þorkelsson hefur ort um hana. Enginn Islend-
ingur hefur lagt jafnmikla stund á að kynna sér
sögu islands á þeim öldum, sem myrkastar eru og
minnstar heimildir eru til um, það er að segja 15.
og 16. öld, eins og Jón Þorkelsson. I þeirri rann-
sókn hlaut hann að rekast á Ólöfu Loptsdóttur,
því að bæði hana og alla vandamenn hennar ber
hátt í hinum dreifðu og óljósu sögnum þessa tíma-
bils nærri því eins og fjallstinda upp úr þokuhafi.
Eins og kunnugt er, hefur aldrei verið aðall hér
á íslandi, þ. e. menn með ein eða nein forréttindi
eða yfirráð yfir öðrum mönnum. Að þessu leyti
greinir saga Islands á miðöldum sig algerlega frá
sögu annarra þjóða álfunnar. Sumir hafa haldið
því fram, að þetta hafi veikt landsmenn út á við,
Sigrún Blöndal
en þá er og jafnvist, að það hefur hjálpað til að
halda við og ala á því jafnrétti og einstaklings-
frelsi, sem framar öðru hefur einkennt íslenzkt
þjóðlíf frá fyrstu tíð. Þetta ber þó ekki að skilja svo,
að ekki hafi verið höfðingjar á Islandi fyrr og siðar.
Hér hefur ekki fremur en annars staðar allt fólk
verið jafnt í þeim skilningi, að ekki hafi einn ver-
ið öðrum framar að manndómi, vitsmunum og
höfðingslund, og þetta íslenzka jafnrétti hefur held-
ur ekki getað varnað því, að á öllum öldum hafi
ekki safnazt auður á fárra manna hendur, sem
bæði gerði það að verkum, að sumir menn fengu
betra tækifæri til að njóta hæfileika sinna og um
leið að komast til meiri valda og metorða en aðrir.
Þannig var þessu háttað á 15. og 16. öld ekki síður
en nú. I3að mun sanni næst, að aldrei hafi verið
meiri né voldugri höfðingjar á Islandi en einmitt
á þessu timabili. Ekki er gott að fullyrða um, hvað
valdi. Sumpart liklega fátækt og menntunarskort-
ur alls almennings og sumpart auðsöfnun einstakra
manna, sem að einhverju leyti var að kenna miklu
mannfalli í plágum og hættulegum farsóttum, er
geisuðu á landi hér 1402 og 1492.
Meðal þeirra höfðingja, sem mest ber á á 15. öld,
eru Ólöf Loptsdóttir og maður hennar Björn Þor-
leifsson. Með giftingu þeirra sameinast tvær hinar
auðugustu og beztu ættir á Norður- og Vesturlandi.
19. JtJNl
3