19. júní - 19.06.1961, Page 25
munu verða gerðar til hvors tveggja, fólks við safn-
störf og við kennslu í skólum.
Laun forstöðumanna fyrir héraðsbókasöfnum og
bæjarbókasöfnum munu verða lík og forstöðu-
mannslaun í gagnfræðaskólum á hverjum stað.
Þótt sá jöfnuður náist ekki jafnfljótt alls staðar
á landinu, stefnir ört í áttina. Laun aðstoðarfólks
í bókasöfnum miðast að nokkru við launakjör
barnakennara, en að nokkru við launakjör venju-
legra skrifstofustúlkna.
Það verður að vera kappsmál hins nýstofnaða
bókavarðafélags að halda uppi allströngum mennt-
unarkröfum í stéttinni, meðal annars til að hindra
undirboð kauplágs vinnukrafts, þeirra, sem fátt
gætu annað unnið en stunda snúninga innan bóka-
safns.
S. J. M.
Félagsmálar&ðunauÉur.
Síðustu áratugina hefur smám saman myndazt
ný stétt manna víða um heim. Á ensku er hún
nefnd socialworkers, á norðurlandamálum social-
arbejder, socialhjælper og ýmislegt fleira.
Á islenzku hefur hún hlotið nöfn eins og félags-
málaráðunautar, félagsfræðingar og ármenn, enda
getur starfið verið með ýmsum hætti. Fólk þetta
er tengiliður milli þeirra, er þurfa á aðstoð að
halda, og sjúkrahúsa og félagsmálastofnana, sem
geta veitt hjálp.
Vísir að þessari starfsemi er þegar hafinn hér
á landi. Þar sem alls staðar hefur komið í ljós, að
mikið gagn er að henni og starfið sérstaklega við
hæfi kvenna, þótti okkur rétt að flytja lesendum
okkar eitthvað nánar um hana, og snerum okkur
því til Guðrúnar Jónsdóttur félagsmálaráðunauts.
„Hvar stunduðuð þér nám?“
„Við Socialinstitut í Gautaborg, sem er deild við
háskólann þar og heyrir undir stjórn hans. Þessi
skóli hefur starfað 13—14 ár. Námstíminn er 2j/2
ár, og er kennslan ókeypis. Bóklegt nám hefst í
septemberbyrjun og stendur fram i júníbyrjun,
en yfir sumarmánuðina útvegar skólinn nemend-
unum vinnu við ýmiss konar félagsmálastofnanir,
og er það liður í náminu. Kennd er hagfræði,
stjórnskipunarsaga og gildandi lög, er snerta fé-
lagsmál, eins og t. d. framfærslulögin. Einnig er
kennd heilsufræði og alls konar varúðarráðstafanir
gegn sjúkdómum og framkvæmd heilbrigðisráð-
stafana i borg og bæ. Mikil áherzla er lögð á sál-
arfræði, og greinist hún í þrennt: bamasálarfræði,
almenna sálarfræði, þ. e. áhrif umhverfisins á ein-
staklinginn, og læknisfræðilega sálarfræði, sem
fjallar um, hvaða áhrif líffærastarfsemin hefur á
sálarlífið.
Aðaláherzla er lögð á að kenna félagsfræði og
sálarfræði. Félagsfræðin víkur m. a. að viðbrögð-
um mannsins gagnvart því þjóðfélagi, sem hann
lifir í, og hvernig hann tekur þeim áhrifum, sem
menn óhjákvæmilega verða fyrir í samfélagi við
aðra, t. d. áróðri og múgsefjun. Námstímanum lýk-
ur í janúarmánuði á þriðja ári. Þá eiga nemend-
ur að skila prófritgerðum í þremur námsgreinum
eftir frjálsu vali. Þó er sálarfraÁin skyldugrein,
"'cr er þá talið nauðsynlegt, að nemandinn hafi les
ið fleiri bækur um sálarfræði en þær, sem kennd-
ar eru í skólanum. Bóklega kennslan fer eingöngu
íxam í fyrirlestrum.“
..Hvaða undirbúningsmenntun þurfa nemendu’
að hafa?“
„Af útlendingum er krafizt stúdentsprófs í Sví-
þjóð, en Svíar geta tekið sérstakt inntökupróf, e\
þeir hafa ekki stúdents- eða kennarapróf.“
„Onnur inntökuskilyrði?“
„Aldurstakmark er 21—35 ár. Einnig verða
væntanlegir nemendur að hafa unnið eitt ár við
einhverja félagsmálastofnun. Ég var búin að vinna
við Tryggingarstofnun ríkisins og á barnaheimili.11
„Við hvaða stofnanir fer kennslan fram að sumr-
inu?“
„Barnaverndarnefndir, áfengisvarnanefndir,
fangelsi, almenn sjúkrahús og geðveikrahæli eru
helztu stofnanir, sem um er að ræða. Svo hafa
ýmis stór fyrirtæki, svo sem vei’ksmiðjur, ráðu-
19. JtJNl
23