19. júní - 19.06.1961, Side 30
„Þér nefnduð einnig raddgalla?“
„Sumir þeirra eru fyrst og fremst líkamlegs
eðlis, svo sem nefmæli, þegar um holgóma sjúkl-
ing er að ræða, og hæsi, sem stafar af göllum á
raddböndum.“
„1 hverju er sjálf talkennslan aðallega fólgin?“
„Talkennarinn verður ævinlega að hafa hug-
fast, að talkennslan er alltaf einstaklingsbundin
og hverjum hæfir sitt. Hann verður að leita að
orsök talgallanna og vinna út frá henni. Algengt
er, að sjúklingur komist fljótlega yfir stamið í tal-
tímum, en síðan sæki í sama horfið í daglegu lífi.
Þá verður að fylgja eftir hinum nýfengna hæfi-
leika sjúklingsins til að tala eðlilega, svo að hann
haldist jafnt, þótt eitthvað bjáti á.
Kennslan fer fram í alls konar talæfingum og
samræðum, sem miða að því að gera sjúklingnum
kleift að skilja og leysa úr vandamálum sínum.
Bezt er, að sjúklingurinn njóti talkennslu daglega,
ef árangur á að nást, einkum fyrri hluta kennsl-
unnar. Stytzti kennslutíminn er 2—3 mánuðir, ef
um smávægilegan galla er að ræða, en fullum ár-
angri er oft ekki náð nema á einu til tveim árum.
Og stundum verðum við að horfast í augu við þá
staðreynd, að ekki er hægt að veita sjúklingnum
bót.
í vetur hef ég kynnt mér skóla úti á landi.
Sennilega er um 2—3% skólabarna með talgalla.
Þegar skólum lýkur í vor, á ég von á fáeinum
þeirra suður í talkennslu. Áhugi fyrir talkennsl-
unni virðist vera mikill, og var mér hvarvetna vel
tekið bæði meðal kennara og foreldra.
Þörf sérmenntaðra talkennara er mikil. Ég
mundi hvetja konur til að kynna sér þessa starfs-
grein. Reynslan í öðrum löndum sýnir, uð starfið
lætur konum vel. Þar fær aðlögunarhæfileiki þeirra
notið sín í óteljandi og margbreytilegum myndum."
G. P. H.
Alþjó<fakvenréttindafélagi«$
heldur 19. alþjóðafund sinn í Dublin i sumar,
og stendur hann frá 21. ágúst til 2. sept. K.R.F.I.
á rétt á að senda þangað 12 fulltrúa og aðra 12
til vara, svo að nú er tilvalið tækifæri fyrir ís-
lenzkar konur að kynnast þessum merkilegu fé-
lagssamtökum, þar sem svo skammt er að fara,
írland rómað fyrir náttúrufegurð og þjóðin fyrir
gestrisni.
Tannlæknir.
Frú Guðrún Gísladóttir er fyrsti tannlæknir
hér á landi, sem lagt hefur stund á og lokið prófi
í „Periodontia“.
„Hvað er þessi grein tannlækninga kölluð á
íslenzku?“
„I Háskóla íslands er hún kölluð tannholdssjúk-
dómafræði."
„1 hverju eru lækningar á þessum sjúkdómum
fólgnar?"
„Fyrst og fremst í því að fyrirbyggja tannlos
og jafnframt festa tennur, sem þegar eru farnar
að losna, með því að lækna alls konar bólgur og
ígerðir við tannrótina, sem margvíslegir sjúkdóm-
ar geta stafað af, ef ekki er ráðin bót á, svo sem
liðagigt, nýrnabólgur, hjartasjúkdómar o. fl.“
„Hver er algengasta orsök tannlossins?"
„Algengustu orsakirnar eru vafalaust staðbundn-
ar, svo sem tannsteinsmyndun og röng tannburst-
un. Ennfremur geta allir sjúkdómar, sem fyrir
koma í likamanum, átt sinn þátt í sjúkdómum i
tannholdinu. Einnig getur skortur á bætiefnum í
fæðunni dregið úr mótstöðuafli slímhúðarinnar og
stuðlað um leið að sýkingu í bandvef og beinum.“
„Er þetta sérnám í sambandi við tannlækning-
ar almennt eða er það sjálfstætt starf, sem ekki
krefst tannlæknaprófs?“
„Það er sérnám eftir tannlæknanámið, sem er
6 ár hér við háskólann, og er þar með talin bók-
leg undirstöðukennsla í periodontia."
„Er þessi grein tannlæknisfræðinnar ný af nál-
28
19. JONl