19. júní


19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 14

19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 14
B ÓKMENNTASÝN: Kyn skiptir máli í öllum textum „Femínísk bókmenntafræði er orðin fastur liður á námsskrám allflestra háskólanna. Þetta hefur leitt til pess að nú er pað almennt viðtekið að munurinn á kynjunum sé páttur í menningarsögu okkar og bókmenntasögu og að allir textar, burtséð frá æfisögulegum uppruna sínum, séu merktir kyni." Hér er vitnað í orð norska bók- menntafræðingsins Irenu Iver- sen sem er prófessor við há- skólann í Osló. Þetta sýnir jafnframt hvernig áherslurnar hafa breyst í femínískum bókmenntafræð- um. Um 1970 var hugtakið „kvennabók- menntir“ skilgreint svo að það vísaði til bóka skrifuðum af konum um konur fyrir konur. Nú, tuttugu og fjórum árum síðar, er hins vegar svo komið að konum finnst þessi umræða ekki lengur sitt einkamál. „Karlabókmenn- tirnar“ eru skrif- aðar af körlum og kyn skiptir miklu máli í merkingarmyndun þeirra texta alveg eins og hjá konunum. Ef kyn skiptir máli í öllum textum, í allri merkingarmyndun og allri málnotk- un, getum við hætt að tala um sérstakar karla- og kvennabókmenntir og skoðað hvernig kyn birtist í texta. Það gætu orðið nokkuð róttækar athuganir en því miður er býsna langt frá því að réttmæti þeirra sé „almennt viðtekið“. Að minnsta kosti ekki við Háskóla íslands. Það situr fast í mörgum að eitt kyn skipti máli, aðalkynið, og það sé svo sjálf- sagt að ekki þurfi um það að ræða. Ef „hitt kynið“ vilji halda sínu þvargi til streitu geti það gert það á eigin ábyrgð. Franski félagsfræðingurinn Pierre Bourdieu talar um menningarlega yfir- stétt í bókinni Fágun (Distinction). Hann segir að raunverulega „smekkvísi" geti maður ekki lært. Maður verði helst að fæðast inn í smekk- vísa fjölskyldu. Hinn „góði smekkur“ verði að vera manni í blóð borinn eða verða hluti af manni óbeint og ómeðvitað. Eftir það verði hann eðli- legur í augum þeirra sem hafa hann og allir aðrir skoðaðir sem ægilega ósmekk- Iegir og þar af leiðandi óeðlilegir. Þeirra smekk er hafnað. Þeir smekkvísu og fág- uðu skilgreina sig alltaf með því að beita neikvæðni og útilokun; það sem þeir hafa, er það sem hinir hafa ekki. Lítum nú á eina litla tilvitnun sem sýnir þetta afar skýrt: Líklega er það miður sanngjarnt að draga allar skáldsögur íslenzkra kvenna í einn dilk aðgreiningarlaust, sjálfsagt er þar misjafn sauðurinn eins og víðar. Menn taka þó eftir hversu fátítt það er að kona sendi frá sér bókmenntaverk sem nái máli. Og þegar litið er yfir kvenna- sögur eins hausts er einsætt að allur obb- inn af þeim eru skemmtisögur af sama tagi, sömu gerðar. Þetta stóð í ritdómi sem Ólafur Jóns- son skrifaði um tvær skáldsögur eftir konur í desember 1964. Það hefði aldrei hvarflað að honum eða mönnum af hans kynslóð að tala um „karlabókmenntir". Þær voru einfaldlega „bókmenntirnar“, hitt voru „kvennasögur“ eða „kerlinga- bækur“. Upp á síðkastið hef ég verið að lesa bækur skáldkvenna sem skrifuðu á eftir- stríðsárunum, 1945-1965, og lesa rit- dóma um þær. Hið síðastnefnda hefur áð mörgu leyti verið erfiður lestur og verri en ég hélt. Hvarvetna blasir lítilsvirðingin við og þeir sem tala eru handhafar „hins góða smekks“. Þeir hafa vald og tala eins og þeir sem valdið hafa. Nú kynni ein- hver að spyrja: Voru skáldsögur kvenna ekki einfaldlega lélegar þessi tuttugu ár? Sumar voru það, aðrar voru afar góðar. Þær voru hins vegar allar skoðaðar sem annars flokks bókmenntir. Þessi viðhorf til bókmennta eftir konur hafa gjörbreyst. Það myndi enginn heil- vita maður láta sjá til sín þá kvenfyrirlitn- ingu sem þótti hluti af hinum „góða smekk“ á árunum eftir stríð. Eða hvað? Sjáið þið hann í næsta ritdómi? Efth' konu eða karl? , eftir Dagnýju Kristjánsdóttur dósent 14

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.