19. júní


19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 6

19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 6
Víða annars staðar er það stefna stjórn- valda að fjölga lögreglukonum þar sem við- horf þeirra eru talin nauðsynleg innan lög- reglunnar.“ Lögreglukonur silja eflir við slöðuliækkanir Dóra Hlín segir langflestar lögreglukonur vera í almennu lögreglunm Þær vinna mikið á nætur- vöktum og þeim er skylt eins og öðrum lögreglumönnum að vinna fasta yfirvinnu. „Þessi vinnutilhögun gerir það að verkum að marg... konur hætta eftir barnsburð þar sem þær geta ekki sinnt þessu vinnuálagi.“ Það er því óopinber stefna lögregluyfirvalda að störf innan lögreglunnar og barnauppeldi fari ekki sam- an og yfirmenn hafa verið ósveigjanlegir í þessu. En þó að konurnar sinni almennri löggæslu á við karlana hafa þær greinilega setið eftir við stöðuhækkanir. Ef litið er á valdakerfi lögreglunnar þá er engin kona yfirlögregluþjónn, engin að- stoðaryfirlögregluþjónn og engin aðalvarð- stjóri. Af 29 lögreglufulltrúum er ein kona og tvær konur eru rannsóknarlögreglu- menn, af 76. Af 113 varðstjórum eru tvær konur, engin kona er aðstoðarvarðstjóri. Af 204 flokkstjórum eru 10 konur en þangað komast menn sjálfkrafa eftir 5 ára starf innan lögreglunnar. Flestar konurnar sinna almennri löggæslu, af 80 lögregluþjónum eru 9 konur. Dóra segir að ef vinna eigi á markvissari hátt gegn glæpum þar sem konur og börn eru þolendur þá þurfi að breyta þeim við- horfum sem KARLAR KONUR AAstoöar- yfirlögreglu þjonar Yfirlögreglu þjónor við lýði innan lögreglunnar í dag. „Gamalt dæmi sem gerðist úti á landi fyrir nokkrum árum lýsir þessum viðhorfum. Stúlka leit- aði illa til reika til lögreglunnar fyrir utan samkomuhús og sagði að sér hefði verið nauðgað og vísaði á árásarmanninn sem var þarna fyrir utan. Lögreglumennirnir handtóku manninn en urðu þá varir við ölvunarakstur sem þeir mátu sem alvar- legra brot og létu manninn því lausan og fóru að eltast við hinn drukkna ökumann. Ættingjar konunnar höfðu upp á nauðg- aranum nokkrum dögum síðar og lagði hún þá inn kæru hjá RLR. Eg tel að það þyrfti að ráða fólk sérstak- lega til að sinna þessum málaflokkum inn- an lögreglunnar og gæta þess að tekið sé tillit til fag- legra sjónar- miða, þannig að sálfræð- ingur eða fé- lagsráðgjafi vinni innan RLR. í deild sem hefur með rann- sókn á efna- hagsbrotum að gera eru sérfróðir starfsmenn " I fastráðnir. Að mínu viti er ekki síður þörf á að fastráða sérfræðinga á þá deild sem hefur með ofbeldismál að gera. Það þarf mikla sérþekkingu til að átta sig á fjöl- skyldumynstri og stöðu hvers og eins í fjöl- skyldum þar sem t.d. um sifjaspell er að ræða. A þann hátt er hægt að vinna að því að fækka þessum ofbeldisverkum því starf lögreglunnar á ekki síst að vera fyrirbyggj- andi,“ sagði Dóra Hlín að lokum. Löqrcglu- þjónor ORYGGISSIMI MEÐ ÞRAÐLAUSUM NEYÐARHNAPPI LANGÞRAÐ LAUSN A VIÐKVÆMU VANDAMALI KVENNA SEM BÚA VIÐ OFBELDI OG EINELTI „...eins og að hafa verndarengil..." „...hjálpaði mér að lifa lífinu á ný..." eru umsagnir kvenna sem hafa öryggissíma. Áður óþekkt öryggi og þægindi meb öryggissíma fró VARA ORYGGIS^ ^VORUR^ „Þegar öryggid skiplir öUu“ SKIPHOLTI 7 • SÍMI 29399 • OPIÐ 10-18 MÁNUD,- FÖSTUD. 6

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.