19. júní


19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 2

19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 2
RITSTJÓRASPJALL: Orðin tóm Lögreglukonur eru til þess að gera ung stétt á íslandi því þær fyrstu voru ráðnar til starfa fyrir um tuttugu árum. Konur höfðu ekki verið í lögreglunni áður og margir litu á þetta sem enn eitt skref í þá átt að þær væru að hasla sér völl í hefðbundinni „karlastétt". Auðvitað voru vonir bundnar við það að tilkoma kvenlögregluþjóna breytti ýmsu í lög- reglunni, t.d. varðandi meðferð alvarlegra ofbeldismála, s.s. nauðgana og ofbeldis gegn börnum, og að reynsla kvenna yrði nýtt til fullnustu á öllum sviðum starfsins. Forsíðumálefni 19. júnl að þessu sinni er viðtöl við þrjár lögreglukonur sem hafa frá slíkri reynslu að segja að með ólíkindum telst. Mikil óánægja ríkir meðal kvenna í lögreglunni og er það almenn skoðun þeirra að sérþekking og reynsla þeirra fái ekki að njóta sín. Þær eru einnig mjög gagnrýnar á meðferð mála þar sem börn og konur eru þolendur. Þær séu lítið sem ekkert þátttak- endur í málsmeðferðinni og benda reyndar á að oftar en ekki séu skýrslur um slík mál látin rykfalla í skúffum. Fyrir nokkrum misser- um var haldinn fúndur í Odda í Háskóla íslands um meðferð ofbeld- ismála gegn konum og börnum og þar sátu fyrir svörum m.a. rann- sóknarlögreglustjóri, ríkissaksóknari og fulltrúi dómsmálaráðuneytis- ins. Fundurinn var vel sóttur og mörgum spurningum varpað fram. Undirritaðri er sérstaklega minnistætt ffá þessum fúndi hve jákvæðir tilsvarendur virtust vera varðandi þörfina á því að bæta meðferð of- beldismála gegn konum og börnum í „kerfinu“ en ef dæma má af frásögnum lögreglukvennanna þriggja hér í blaðinu hefúr lídð sem ekkert gerst til úrbóta. Voru fögru orðin í Odda ekkert ncma orðin tóm? Var „viljinn“ til úrbóta bara málamyndasvör til þess að gleðja okkur jafnréttisspírurnar sem vorum þarna í meirihluta? Annað alvörumál varðandi lögregluna er að konur, sem þar vinna, virðast eiga litla sem enga möguleika á því að fá stöðuhækkanir. Þær eru allflestar í lægstu stöðunum, og útilokað virðist að þær geti verið í hlutastarfi, t.d. vegna barneigna. Nýlega var ungri lögreglukonu, sem leitað hefúr sér sérþekkingar erlendis í meðferð ofbeldismála gegn konum og börnum, hafnað af Rannsóknarlögreglu ríkisins og karl- maður ráðinn í staðinn. Lögreglukonu á Suðurnesjum var boðið ræstingastarf vegna þess að hún gat ekki fengið hlutastarf eftir að hafa eignast barn. Valdakerfi lögreglunnar er valdakerfi karla: Engin kona gegnir starfi yfirlögregluþjóns, engin er aðalvarðastjóri, af 29 lög- reglufúlltrúum er ein kona og tvær konur eru rannsóknarlögreglu- menn af 76! Af 204 flokkstjórum eru 10 konur en í slíka stöðu munu lögreglumenn komst sjálfkrafa eftir fimm ára starf hjá lögreglunni. Kndurskoða þarl' Xordiskl Foruiii í ágúst sl. hittust um 12 þúsund norrænar konur í Ábo, Finnlandi, til skrafs og ráðagerða á Norrænu kvennaráðstefnunni eða Nordiskt For- um. í heila viku lögðu konur nánast undir sig þessa fallegu borg sem tók á móti þeim með sól og sumri. Margt fróðlegt kom fram, bæði á opinbem ráðstefnunni og í framlögum einstaklinga en það er einmitt hið síðara sem leiðarahöfúndur telur að þurfi mikillar endurskoðunar við. Dagskráin var þannig að umfangi að útilokað var að fylgjast með henni og þótt ekki sé hægt að ætlast til þess að öllum hafi verið unnt að taka þátt í öllu var umfangið með slíkum endemum að margar konur gáfust hreinlega upp á að reyna að njóta þess sem í boði var. Ekki er vafi á því að Norræna kvennaráðstefnan á rétt á sér en ef hún á að eiga sér framtíð verður að tryggja að dagskrá þeirrar næstu verði mun minni í sniðum og hnitmiðari, og þannig úr garði gerð að hún fari ekki fyrir ofan garð og neðan hjá þcim sem hana sækja! EFNISYFIRLIT: 2 Ritstjóraspjall 4 Fangar fordómanna? Staða íslenskra lög- reglukvenna er vægast sagt mjög veik og lýsa Dóra Hlín Ingólfsdóttir og tvær stöll- ur hennar þeim neikvæðu viðhorfum sem þær búa við. Dóra sinnir nú ígildi sendil- stöðu, Sigrúnu Sigurðardóttur var hafnað í stöðu rannsóknarlögreglumanns, þrátt fyrir að hafa aflað sér nokkurrar sérþekk- ingar, og Heiðrúnu Sigurðardóttur í Keflavík var boðið starf ræstingarkonu eftir barnseignarfrí. 10 Ofbeldi á heimilinu - kvennakúgun. í þessari lokagrcin á ári fjölskyldunnar fjallar Stcinunn Jóhannesdóttir um of- beldi innan fjölskyldunnar sem er fyrst og fremst gegn konum en börn verða einnig fyrir barðinu á því. . . textum, Dagný Kristjánsdóttir dósent. 15 Konur í Tíbet: Óæskilegt að þær eignist börn. Athyglisverð grein eftir Bryndísi Kristjánsdóttur, byggð á viðtali við Dicky Ladmark sem nú býr í Sviss. 1 7 Vog skrifstofú jafnréttismála (efnisyfirlit bls. 21). 23 Vinátta Guðs - kvennaguðfræði. Út er komin fyrsta bókin á íslensku um kvennaguðfræði en hana ritar fyrsta kon- an sem tók prestvígslu hér á landi, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir. 24 Æska í krukkum? Viðtal við Ellen Moon- ey húðsjúkadómalækni um áhrifamátt AHA ávaxtasýra á húðina. 26 Fréttir úr starfi KRFÍ. 19. júni 3. tbl. 44. árgangur 1994 Utgefandi: Kvenréttindafélag Islands Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ellen Ingvadóttir Ritstjómarfulltrúi: Valgerður Katrín Jónsdóttir Aðrir í ritnefiid: Bryndís Kristjánsdóttir, Kristín Leifsdótdr, Inga D. Sigfúsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Stefanía Traustadóttir. Prófarkalesari: Þórdís Kristleifsdóttir Ljósmyndir: Rut Hallgrímsdótdr o.fl. Auglýsingar: Sigrún Gissurardóttir Utlit, setning, prentun og bókband: Prentsmiðjan Oddi Forsíðumynd af Heiðrúnu Sigurðardóttur, lög- reglukonu Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir 1 4 Bókmenntasýn: Kyn skiptir máli í öllum 2

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.