19. júní


19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 7

19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 7
Síðan hóf ég störf aftur sem lausráðinn lögreglumaður vorið ’92 en þá höfðu að- stæður breyst hjá mér varðandi barnagæslu. Frá þeim tíma hef ég fjórum sinnum sótt um fastráðningu skriflega en ekki fengið. Haustið ’93 voru 4 lausráðnir lögreglu- menn starfandi við embættið og ég var einn þeirra. Af þessum fjórum hef ég lengstan starfsaldur. Eg hef verið eini kven- lögregluþjónninn að undanförnu og var stundum kölluð til vinnu utan ráðningar- tíma þegar þurfti á kvenlögregluþjóni að halda, auk annarra verkefna. Við vorum þrjár fastráðnar á tímabili, ein fór í barn- eignarfrí og hætti upp úr því en hin fór að starfa við annað. En af þessum fjóru laus- ráðnu lögreglumönnum voru tveir aðeins búnir að taka fyrrihluta Lögregluskólans og einn hafði lokið námi tveimur eða þremur árum áður. A þessum tíma losnuðu tvö stöðugildi hjá embættinu fyrir almenna lögreglumenn. Tveir fyrrgreindir lögreglu- menn voru sendir í skólann til að ljúka námi. í mars var ekki búið að ráða í stöð- urnar og sótti ég þá um bréflega. Um leið ingartími minn hjá embættinu rann út þann 1. október 1994. Ég var kölluð á fund hjá yfirlögregluþjóninum þar sem hann tjáði mér að þrjár umsóknir hefðu borist um starfið og búið væri að fresta ráðning- unni fram yfir áramótin.’ Tveimur dögum seinna frétti ég að hinir tveir umsækjend- urnir hefðu verið ráðnir, annar í fasta stöðu en hinn lausráðinn. Þetta fékk ég staðfest með bréfi frá sýslumanni í byrjun október þar sem hann þakkar mér fyrir að sækja um starfið en það hafi verið veitt öðrum. Er ég þess fullviss að það að ég skyldi senda kæru til Jafnréttisráðs hefur haft áhrif á þessar stöðuveitingar, enda var það að heyra á yfirlögregluþjóninum að það væri síst til að bæta stöðu mína hjá embættinu. Ég mun láta málið halda áfram alla leið þrátt fyrir þetta. Hver staða mín verður er því lýkur veit ég ekki en það verður bara að koma í ljós. Ég kann mjög vel við þetta starf og það voru félagar mínir í lögreglunni sem hvöttu mig til að kæra til Jafnréttisráðs. Ég hef unnið mikið á karlavinnustöðum, var Stöðuveitingar kærðar til Jafnréttisráðs - Lögreglukonu boðin ræstingastaða eftir að ítrekað hafði verið gengið fram hjá henni við stöðuveitingar. Heiðrún Sigurðardóttir þurfti að leggja fram kæru til Jafn- réttisráðs varðandi stöðuveit- ingar hjá lögregluembættinu í Keflavík. Hún hóf störf við embættið hausdð 1986. „Ég sá að auglýst var eftir lögreglumanni í afleysingar og datt 1 hug að sækja um. Ég þekkti þó ekkert til starfa lögreglumanna, á engin skyldmenni í lögreglunni. Ég fékk starfið, kunni mjög vel við það, var send í Lögregluskólann og lauk prófi þaðan í maí 1989. Eftir að námi lauk fékk ég fastráðningu. í maí 1990 fór ég svo í barneignarfrí, tók mér eitt ár á flálfum launum eins og leyfilegt er sam- kvæmt samningum. Eftir að ég hóf störf að tfyju leitaði ég upplýsinga um hvort mögu- leiki væri á því að fá hálfa stöðu þar sem vaktir eru erfiðar fyrir þá sem eru með ung börn. Við vinnum 12 tíma vaktir tvo til þtjá daga í senn, ýmist á dag- eða nætur- vöktum og þurfum þar að auki að vinna yfirvinnu. Þar sem ekki reyndist unnt að 'ninnka vinnuhlutfallið sagði ég stöðu m'nni lausri haustið 1991. Ég hélt þó áfram að vinna þær aukavaktir sem buðust um helgar við og við. og Lögregluskólanum lauk fengu þeir sem sendir höfðu verið þangað hins vegar stöð- urnar. Ráðningartími okkar tveggja sem vorum lausráðin rann út þann 1. október ’93 og þá vantaði einn til afleysinga í vetrarfríum. Félaga mínum var þá boðið að leysa af til Viðtal: Valgerður Katrín Jónsdóttir Ljósmynd: Rut Hallgrímsdóttir áramóta við lögreglustörf. Mér var hinsveg- ar boðið starf við ræsdngar á lögreglustöð- inni í þrjá mánuði, eða þar til ný staða af- leysingarmanns losnaði um áramótin. Ég þáði þá vinnu, bæði til að vera áfram á sama vinnustað og vegna þess að erfitt er að vera atvinnulaus þar sem ég er eina fyr- irvinna tveggja barna. Ég hóf síðan starf aftur í janúar 1994 sem lögreglumaður. Aðrir ráðnir í september var auglýst laus staða lögreglu- manns hjá embættinu og ég sótti um. Ég var þá búin að vera í veikindafríi frá því í lok júlí vegna slyss sem ég varð fyrir. Ráðn- að vinna á vörubílastöð áður en ég byrjaði í lögreglunni og hef eignast marga góða fé- laga á vinnustað, bæði konur lögreglu- mannanna og þá sjálfa. Þetta er erfitt starf en jafnframt mjög þroskandi og konur eiga alveg jafn vel heima í þessu og karlar. Sum mál sem koma til kasta lögreglunnar ráða konur betur við en karlar og öfugt, ég er þó ekki á því að lögreglukonur eigi einar að fjalla um suma málaflokka svo sem eins og nauðgunarmál og kynferðisbrotamál. Það er mikill misskilningur að lögreglu- menn séu í endalausum átökum daginn út og inn. Ég held það hefðu allir mjög gott af að vinna í lögreglunni um tíma, jafnt konur sem karlar. Maður lítur öðruvísi á lífið á eftir. Ég get vel hugsað mér að gera þetta starf að mínu ævistarfi meðan ég er líkamlega fær um að vinna það. Ég er ánægð með nýstofnað félag lögreglu- kvenna, Kríurnar, því með tilkomu þess kemst maður í samband við og kynnist öðrum lögreglukonum, því þær eru dreifð- ar vítt og breytt um landið. Það var líka mikilvægt fyrir mig að vita að þær myndu styðja við bakið á mér þegar ég sendi inn kæruna til Jafnréttisráðs." 7

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.