19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 21
Markviss \1nna en
elilci áhlaup
kynnti verkefnabókina Grósku sem gef-
in hefur verið út fyrir fulltrúa í jafnréttis-
nefndum. Ragnheiður byrjaði á að
skýra frá niðurstöðu úr könnun sem
gerö var í Noregi á starfi jafnréttis-
nefnda en ástandið þar virðist lítið
betra en hér á landi. í könnuninni kom
fram að aöeins um 1/4 hluti nefnd-
anna er virkur en svör bárust einungis
frá 46% skipaöra nefnda. Algengast er
að konur séu formenn jafnréttisnefnda
í Noregi, oftast virkar í pólitík og þá á
vinstri væng. Ef formaðurinn er virkur
er nefndin virk og meiri líkur eru á virku
starfi ef skipuö er sérstök jafnréttis-
nefnd.
Um vanda jafnréttisnefnda sagði
Ragnheiður: „Viðfangsefnið er vissu-
lega yfirgripsmikið og verkefnin blasa
ekki við. Nefnarmenn eru óvanir að sjá
jafnréttisjónarhorn á málum og þurfa
að venja sig á að líta á öll mál með
„jafnréttisgleraugum". Þegar engin
verkefni berast nefnd getur hún átt erf-
itt með að skynja tilgang meö tilvist
sinni og oft eru þessar nefndir fjár-
sveltar. Auk þess getur fólk verið skip-
að í jafnréttisnefnd þótt það hafi engan
áhuga á jafnréttismálum."
Því næst ræddi Þórveig Þormóðs-
dóttir, fulltrúi í jafnréttisnefnd BSRB,
um samstarf jafnréttisnefnda sveitar-
félaga og jafnréttisnefnda stéttafélaga.
Greindi hún frá jafnréttisáætlun sem
nefndin ætlar að leggja fyrir þing BSRB
en eitt markmið þeirrar áætlunar er að
kynjahlutfall í stjórn, nefndum og ráðum
sambandsins endurspegli hlutfallið í
samtökunum sem er 66% konur og
34% karlar. Þórveig taldi jákvætt ef
hægt væri aö koma á samstarfi milli
jafnréttisnefndar BSRB og jafnréttis-
nefnda sveitarfélaga en starfsmenn
þeirra eru einmitt félgagar í BSRB.
Ekki halda fundi við eldhúsborð
í umræðum á eftir var rætt um
vanda jafnréttisnefnda í litlum sveitar-
félögum og starfsmenn Skrifstofu
jafnréttimála spurðir ýmissa gagn-
legra spurninga. Oft kom fram hjá
fundarmönnum að starf nefndanna
mætti litlum skilningi hjá þeim sem
fara meö stjórn sveitarfélaganna.
Stefanía Traustadóttir brýndi fyrir fólki
aö taka starfiö jafn hátíðlega og starf
í öðrum nefndum: „Það þarf að hafa
fastan funaartíma á ákveðnum fund-
arstað, t.d. einu sinni í mánuði, boða
fundi meö prentaðri dagskrá, skrifa
fundargerð og senda hana til nefndar-
manna. Það er alltof algengt að fundir
í jafnréttisnefndum fari fram við eld-
húsborð einu sinni til tvisvar á ári.
Meö slíkum vinnubrögðum minnka
nefndarmenn sjálfa sig og starf sitt,“
sagði Stefanía.
Elísabet Þorgeirsdóttir
Seinni dag landsfundarins var fjallað um
jafnréttisáætlanir sveitarfélaga og hvort
jafnréttisnefndir geti haft áhrif á þróun til
meiri launajöfnunar. Einnig var greint frá
störfum kærunefndar jafnréttismála,
sagt frá um könnun á launamuni karla
og kvenna á íslandi og talað um starfs-
mat. Fulltrúar jafnréttisnefnda sögðu frá
störfum nefndanna og í umræðum á eft-
ir var Jafnréttisráði falið að koma á fram-
færi óánægju fundarmanna með skipan
í nefnd sem á að endurskoða reglur um
starfsmat en í þeirri nefnd sitja fjórir
karlar og ein kona.
Stefanía Traustadóttir skýrði í upp-
hafi frá gerð jafnréttisáætlana sem er
tímabundin, formlega samþykkt áætl-
un. Sagði hún að íslendingum félli illa
aö setja sér langtímamarkmið og vinna
að ýmsum smáatriðum dag frá degi.
Okkur henti betur að vinna í áhlaupum
að átaksverkefnum.
„Frá 1985 hefur ríkisstjórnin gert 4
ára áætlun í jafnréttismálum og hafa
opinberar stofnanir þurft að gera jafn-
réttisáætlanir um starfsmannamál sín.
Mjög er misjafnt hvernig er staðiö að
gerð þessara áætlana og engar reglur
eru til um það hvernig á aö framfylgja
þeim. Við íslendingar verðum að læra
að vinna á þennan hátt. í Svíþjóð hefur
verið unnið lengi eftir svona áætlunum
og má líta upþskeru þess m.a. í skipan
ríkisstjórnar Svíþjóðar enda hefur því
marki verið náö hægt og sígandi,"
sagði Stefanía.
Valgeröur Bjarnadóttir, fræðslu- og
jafnréttisfulltrúi Akureyrar lýsti því næst
gerð jafnréttisáætlunar en á Akureyri
var slík áætlun fyrst samþykkt 1989 og
endurskoðuð á síðasta ári. Eitt af því
sem jafnréttisáætlunin hefur komiö til
leiðar er aö í auglýsingum um störf á
vegum Akureyrarbæjar eru konur sér-
staklega hvattartil að sækja um. Sagði
Valgerður að smátt og smátt hafi
fræðslustarfið sem bærinn hefur staðið
fyrir skilað sér í aukinni meðvitund um
jafnréttismál. Stærsta verkefnið I þeim
efnum er Menntasmiðja kvenna sem
tók til starfa í ágúst sl. en þar sækja 20
atvinnulausar konur nám T dagskóla.
Valgerður fór síðan yfir jafnréttisáætl-
un Akureyrar og skýrði tilgang hennar
og markmiö. „Vinna að jafnréttismálum
er þolinmæðisverk. Starfið gengur
hægt og erfitt er að mæla árangurinn
en umræðan hefur aukist og ýmis
óbein áhrif eru sjáanleg. Jafnréttis-
nefnd var fyrst skipuð á Akureyri 1982
og tók nefndin sér góöan tíma til lest-
urs og umræðu fyrstu árin,“ sagöi Val-
gerður.
Fládegisverður var snæddur í boði
Sambands íslenskra sveitarfélaga. For-
maður þess, Vilhjálmur Þ. Vilhjálms-
son, ávarpaði fundarmenn og nefndi
mörg dæmi um að hér á landi er mikið
verk óunnið þangað til jafnrétti næst,
m.a. varðandi þátttöku I opinberum
störfum.
Kvennaafsláttur og karlabónus
„Launamunur - hvernig verður hann
til - hvað getum við gert?" var yfirskrift
ræðu Ragnheiðar Harðardóttur. Hún
sagði frá norrænu jafnlaunaverkefni
sem lauk á Nordisk Forum í Finnlandi.
Mikla athygli vakti þar hin slæma staða
sem hér er en á íslandi hafa karlar 40%
hærri laun en konur. Það er mun meira
en á hinum Norðurlöndunum þar sem
munurinn er 20 til 25%. Ragnheiður tal-
aði um hugtökin „kvennaafslátt" og
„karlabónus" sem virðast rikjandi viö-
horf þegar kaup og kjör eru annars veg-
ar og eiga mikla sök á því kynbundna
launamisrétti sem hér ríkir. Taldi hún
mikilvægt aö konur kærðu meint launa-
misrétti til kærunefndar jafnréttismála
og benti á að jafnréttisnefndirnar gætu
21