19. júní


19. júní - 01.10.1994, Page 11

19. júní - 01.10.1994, Page 11
AK tjULSKYLD UNNAK l ull yfirráð yf'Ir konuni Því er minnst á mannfjöldaráðstefnu SÞ í inngangi að grein um ofbeldi gegn kon- um að grunnhugmyndir karla sem beita konur sínar ofbeldi á heimilum virðast þær sömu og birtust í afstöðu klerkaveldis múslima og kaþólsku kirkjunnar til kvenna á umræddri ráðstefnu, nefnilega: Karlar eiga að hafa fiill yfirráð yfir konum, eink- um líkama þeirra en einnig sál og þeir eiga að skapa þeim lífsskilyrði. Konur með eig- in vilja og umráðarétt yfir líkama sínum og lífi eru ógnun við karla og hefðbundin yf- irráð þeirra í hverju samfélagi. A mannfjöldaráðstefnu Sameinuðu þjóð- anna var það staðfest að kúgun kvenna er alheimsvandamál. Kúgun kvenna birtist með mismunandi skýrum hætti í ólfkum samfélögum. Kúgun kvenna er afdrifarík fyrir mann- fjöldaþróun í heiminum og lífsskilyrði komandi kynslóða. Aðeins með því að aflétta kúgun kvenna má ná tökum á stærstu vandamálum rnannkynsins, þeim að brauðfæða og hýsa komandi kynslóðir. Þannig er hægt að skoða vandamálið í víðasta samhengi og komast að almennri niðurstöðu. Frelsun kvenkynsins verður vonandi einhvern tíma að veruleika þótt sú framtíð virðist fjarlæg. En sú kona sem er lamin til undirgefni á heimili sínu, hvort sem það er í fran, á Ítalíu eða íslandi, þarf lausn sinna mála hér og nú. Ofbeldi gegn konum á heimilum er aldagamalt vandamál. Lengi var það sjálf- sagt. Síðan var það falið. Nú er það til um- ræðu í lýðræðislegum samfélögum og um leið viðurkennt að við því þurfi að bregðast með ýmsu móti og berjast gegn því. Kvennaathvarfið Fyrir um 12 árum var stofnað Kvenna- athvarf í Reykjavík, það fyrsta sinnar teg- undar á Islandi. Þar hefur nú safnast mikil reynsla og þekking á heimilisofbeldi eins °g það birtist hér á landi. Þar hefur margri konu verið veitt neyðaraðstoð en einnig hjálp til þess að losna undan ofurvaldi kær- asta, eiginmanns, sambýlismanns eða fyrr- verandi sambýlismanns og jafnvel föður sem hefur beitt hana ofbeldi um lengri eða skemmri tíma. Kvennaathvarfið er til húsa í stóru og fallegu, gömlu steinhúsi og þar starfa sex konur á vöktum allan sólarhringinn (1-2 í emu) auk þess sem þar er ráðskona og sál- ftæðingur sem vinnur annars vegar með vaktkonunum og hins vegar með þeim fórnarlömbum ofbeldisins sem leita í at- hvarfið. Sálfræðing urinn heitir Ragnheiður ^ndriðadóttir og hún tekur konur einnig í fi'amhaldsmeðferð óski þær þess. Að auki hefur verið opnuð þjónustumiðstöð að Vesturgötu 5, þar sem veitt er ráðgjöf og fræðsla um vandamálið og starfsemi at- hvarfsins kynnt. Þangað koma konur einn- ig í eftirviðtöl og þar fer fram endurhæfing í formi hópstarfs. Eins og hrunið hús Þegar kona leitar til Kvennaathvarfsins, er það venjulega ekki í fyrsta sinn sem hún er slegin af sambýlismanni sínum eða maka. Hún er búin að þola barsmíðar lengi. Stundum í mörg ár eða áratugi. Það er misjafnt hversu mikið hún hefur skadd- ast á líkama. Marblettir hverfa, beinbrot gróa, hún hefur jafnað sig af heilahristingi, glóðaraugum, brunasárum og annars konar sýnilegum áverkum oft og mörgum sinn- um, en það sem öllum konum er sameig- inlegt sem þolað hafa langvarandi barsmíð- ar og andlegt ofbeldi eru áverkar á sálinni sem eru miklu lengur að hverfa. Sjálfs- mynd konunnar er í molum. Hún er eins og hrunið hús. Og það er langtímaverkefni að byggja hana upp að nýju. Kvennaathvarfið var stofnað sem neyðarathvarf þar sem konum er boðið skjól í skamman tíma, einum eða með börn sín. Lengst geta þær dvalið í athvarf- inu í þrjá mánuði og hægt er að hýsa mest 10-15 konur í einu. Arangurinn af starfi Kvennaathvarfsins birtist með ýmsu móti. Tilvist þess hefur ýtt undir umræðu um vandamálið og nú er meðalaldur þeirra kvenna sem leita aðstoðar mun lægri en áður. Konur eru orðnar meðvitaðar um að það er óeðlilegt að sambýlismenn þeirra eða makar beiti þær ofbeldi, auk þess sem það er ólöglegt og saknæmt, og þær láta því ekki ofbeldið jafn lengi yfir sig ganga nú og áður. Endurhæfing lykilorð En þrátt fyrir það að þær viti að þær þurfi ekki og eigi ekki að umbera ofbeldið sem þær eru beittar þá getur liðið langur tími áður en þær yfirgefa menn sína í al- vöru. Félagslegar aðstæður þeirra geta verið þess eðlis að það sé þeim ofviða. Þær eru óöruggar um að þær geti séð sjálfum sér og börnum sínum farborða. Þær eru oft á barmi taugaáfalls. Þær eru í sjokki yfir því að maðurinn sem þær elska, sem þær kusu að búa með, maðurinn sem „elskar“ þær og þær hafa átt svo góðar stundir með og eignast börn með, skuli samt geta barið þær eins og harðfisk. Þær bregðast í fyrstu við með því að taka sökina á sig. Þær hljóti að vera svona ómögulegar og óþolandi, ljótar, feitar, horaðar, hæfileikalausar, léleg- ar húsmæður, óhæfar mæður, hórur, tussur, allt þetta auvirðilega sem maðurinn þeirra heldur fram um þær þegar hann sleppir sér við þær. Og þær reyna að aðlaga sig kröf- um mannsins, „bæta sig“, leggja sig í líma við að þóknast manninum til þess að koma í veg fyrir að þessi ægilega reiði brjótist út aftur. Oft ala þær lengi í brjósti þá von að hann muni breytast og láta af ofbeldinu, bara ef þær umgangist hann nógu varlega og verði nógu „góðar“. Þessi von nærist á því að karlmennirnir sína oft mikla iðrun og lofa bót og betrun ef þær bara verði kyrrar hjá þeim eða komi til þeirra aftur. Oftast verður sú von að engu því þegar maðurinn hefur hlotið fyrirgefningu, sam- búðin er aftur komin í eðlilegt horf, er gangurinn sá að spenna hleðst upp að nýju, hann byrjar að finna konunni allt til foráttu á ný og fær að lokum útrás í æðis- kasti sem venjulega verður sífellt alvarlegra og hættulegra lífi konunnar því lengra sem líður. Að byggja upp sjálfstraust konu sem hefur verið í sambúð af þessu tagi getur tekið langan tíma. Það er eins og að byggja upp hrunið hús. Hún þarf mikla hjálp og stundum massfva sálfræðimeðferð. Og það gleðilegasta við starfsemi Kvennaathvarfs- ins er að sjá þegar slík endurhæfing fer að skila árangri og niðurbrotnar konur fara að blómstra á ný. - Við höfum séð konur sem eru búnar að þola langvarandi og óhugnanlegt of- beldi rísa upp, taka líf sitt í eigin hendur og blómstra, segja starfskonur Kvennaat- hvarfsins þegar spurt er um árangur af starfi þess. Sjálfslraustið endurreist Ragnheiður lýsir því F ernig hún vinnur með konunum sem k.ta til hennar. Hún reynir að komast að því hvernig sjálfsmynd konunnar lítur út í leit að þeim eiginleik- um sem konan sjálf er sáttust við í fari sínu. Hverjar eru hennar sterkustu hliðar? Kannski finnst konunni að hún sé í raun góð móðir, dugleg í sinni vinnu, snyrtileg húsmóðir o.s.frv. og á þeim grunni þar sem konan er sterkust reynir Ragnheiður að hjálpa henni að byggja upp nýtt sjálfs- traust. Hún reynir að fá konuna til þess að sætta sig við að miðað við þær kringum- stæður sem hún býr við sé ekkert óeðlilegt við það að hún sé niðurbrotin og miður sín, hrædd við lífið og finnist hún ómögu- leg. Mikilvægast sé að hún sjái að til séu færar leiðir til þess að brjótast út úr því fangelsi sem ofbeldissambandið er. Hjálpa henni að finna styrk sinn og getu til þess. Karlmciiii sem bcita ofbcldi Á síðari árum hefur athyglin beinst að karlmönnum sem beita konur líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Hverjir eru þeir og hvers vegna fara þeir svona með konur sem 11

x

19. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.