19. júní


19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 23

19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 23
Vinátta Guðs - kvennaguðfræði Bók eftir séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur Út er komin jyrsta bókin um kvennaguðfræði sem skrifuð hefur verið á íslensku. Bókin ber nafnið Vinátta Guðs og er eftir séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Bókin kemur út í tilefni pess að nú eru 20 ár síðan séra Auður Eir vígðist sem prestur, fyrst kvenna á íslandi. Séra Auður Eir hefur rannsakað kvennaguðfræði um 15 ára skeið og í bók sinni miðlar hún af sjónarmiðum erlendra kvennaguðfræðinga og kemur fram með sína kvennaguðfræði sem hún hefur mótað, m.a. með samtölum í fjölda kvennahópa og í prédikunum sínum. í bókinni er lögð áhersla á sjónarmið kvennaguðfræðinnar um sjálfsmyndina og hugmyndir hennar um syndina og frelsið, vináttuna og völdin. Einnig er fjallað um hvernig trúin mótar lífið og lífið trúna. í lokakafla bókarinnar er fjallað um ein- manaleika, ótta, sektarkennd og reiði, og þá möguleika sem kristin trú gefur fólki til að stjórna eigin lífi. „Ég tel að bókin eigi sannarlega erindi til okkar, ekki síst eftir nokkuð langt tímabil þar sem mikil áhersla hefur verið á efnis- hyggj una. Fólk er í auknum mæli að átta sig a gildi trúarinnar og sést það kannski best á vaxandi áhuga ungs fólks á mannlegum gildum“, segir Auður Eir. Aðspurð hvernig henni líði á þessum tímamótum í lífi sínu, þ.e. eftir 20iára starf sem prestur, svarar hún að þetta tímabil hafi verið ævintýri líkast. „1 mér býr gleði yfir að hafa fengið að þjóna köllun rninni en kannski einnig svolídl sorg yfir því að megna ekki að breyta því sem ég tel nauðsynlegt í kirkjunni okkar. Eg nefni sem dærni starfshætti og starfsaðstöðu presta í afskekktum prestaköllum en ég tel nauð- synlegt að auka möguleika þeirra til að nýta hæfni sína og starfsgleði. Koma verður í veg fyrir að þeir einangrist.“ Auður telur að al- mennt séð mæti kirkjan þörfum fólksins en segir hins vegar að kirkjan þyrfti vera opnari - að hún opni faðm sinn til að auðvelda einstaklingum að sækja til hennar styrk og huggun í amstri daglegs lífs. „Eg er bjartsýn á framtíðina eins og ég hef reyndar alltaf verið“ segir sér Auður Eir að lokum. E.I. Látið ekki jólaljósin kveikja í heimiiunum BRUNAMÁLASTOFNUN PUNKTA- FRÉTTIR ÞÚ misskilur mig Nýlega kom út hjá Al- menna bókafélaginu bókin Þú misskilur mig — samrœður karla og kvenna í vandaðari þýðingu JÓnínu Margrétar Guðnadóttur cand.mag. Höfundurinn, Deborah Tannen, er prófessor í málvísindum við Georgetownháskóla og er þekkt fyrir verk sín víða um heim. Utbreidd dagblöð og tíma- rit í Bandaríkjunum birta greinar eftir hana og bókin Þú misskilur mig hefur verið á lista metsölubóka frá því hún kom út árið 1990. Bókin fjallar um hvernig ólík uppeldisáhrif valda því að konur og karlar beita mismun- andi aðferðum í samræðum. Höfundur geng- ur svo langt að segja að konur og karlar lifi hvor í sínum menningarheimi og að sam- skiptin séu eftir því oft á misskilningi byggð. Konur leggi mesta áherslu á að mynda náin tengsl við viðmælendur sína en karlar leggi allt kapp á að halda hlut sínum gagnvart öðr- um og varðveita sjálfstæði sitt. Af þessum sökum skilja konur og karla sama samtalið oft á gerólíkan hátt. Höfundur skrifar einkar lipran og skemmtilegan stíl og kryddar mál sitt með lifandi dæmum úr daglegu lífi og stuttum frásögnum af eigin lífi og annarra. Lesandanum finnst hann mjög oft þekkja sjálfan sig eða sína nánustu við lestur bókar- innar. Neyðarhnappur fyrir fórnarlömb eineltis og of- beldis Unnt er að fá hér á landi neyðarhnapp til þess að hafa á heimil- um. Hnappurinn er þráðlaus og nægir að þrýsta á hann til þess að kalla á hjálp, t.d. vegna ofbeldis á heimilinu eða ef grunur leikur á að verið sé að brjótast inn á heimilið. Það mun færast í vöxt erlendis að konur, sem orðið hafa fyrir ofbeldi eða eru lagðar í einelti, láti setja svona hnapp upp heima hjá sér. Öryggiskerfi sem þetta byggist á sama grundvelli og öryggis- hnappar í íbúðum aldraðra en þar eru þeir mjög algengir. MS er víkinga- Alþjóðlegur hópur vís- sjúkdóniur *nc^amanna hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að MS-sjúkdómurinn sé norrænn að uppruna og hafi fyrst borist um heiminn með víkingum. Á 19. og 20. öld hafi norrænir menn svo í enn rík- ari mæli flutt þennan lífshættulega sjúkdóm milli heimsálfa. Víðtækar athuganir á útbreiðslu sjúkdómsins benda til að hann sé nær eingöngu bundinn við fólk sem á ættir að rekja til Norðurlanda. Einnig er fólki af ættum parþa á Indlandi hætt við að sýkjast. Eitt sinn var talið að sjúkdóminn mætti rekja til veðurfars vegna þess að fólki í tempruðu eða köldu Ioftslagi er hættara við að veikjast en öðr- um. Þessi kenning þykir nú afsönnuð því t.d. Grænlendingar og samar fá ekki MS eða mýlis- kaða, en norrænir menn búsettir í heitum lönd- um fá hann, líkt og heima hjá sér. 23

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.