19. júní


19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 17

19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 17
SKRIFSTOFU JAFNRÉTTISMÁLA Hugleiðing: Völd þýða áhrif og framlcvæmd marlcmiða Ábyrgðarmaður: Elsa S Þorkelsdóttir Efnisyfirlit • Hugleiðing framkvæmdastjóra Skrifstofu jafnréttismála. • Hvernig verður kyn- bundinn launamunur til? • Fjölskyldur (fyrir) karla. • Fréttir af landsfundi jafnréttisnefnda. • Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráð. Síöastliöiö vor gengum viö aö kjör- borðinu og kusum til sveitar- stjórna. Hlutverk sveitarstjórna og staöa kvenna settu því eðlilega og réttilega mark sitt á jafnréttisum- ræöuna mánuðina á undan. Stækkun sveitarfélaganna og færsla verkefna til þeirra frá ríkinu gerir þaö enn þrýnna en ella aö konur láti til sín taka í sveitar- stjórnarstarfinu. Nokkur aukning varö á hlut kvenna og eru þær nú tæp 25% sveitarstjórnarfulltrúa. Umræðan um konur og stjórnmál heldur áfram enda kosningar til þings framundan. Viö lesum í þlöð- unum um fundi sem konur innan stjórnmálaflokkanna boöa til um stööu sína og þær vinnuaðferðir sem þær vilja beita til að auka áhrif sín innan sinna stjórnmála- samtaka. Fyrir skemmstu var frétt í Ríkisútvarpinu um hverjir muni hugsanlega leiöa lista Framsókn- arflokksins í Reykjaneskjördæmi og þaö vakti athygli hve margar konur voru nefndar. Viö horfum meö athygli og eftirvæntingu til prófkjara sem nú fara fram víös vegar um landið og sendum kon- um sem þar sækjast eftir völdum og áhrifum okkar baráttukveöjur. En af hverju er þaö svo mikil- vægt aö konum fjölgi á vettvangi stjórnmálanna? í mínum huga er svarið einfalt. Viö getum ekki talað um lýðræði fyrr en bæöi kynin hafa sömu möguleika til valda og áhrifa. Því er mikilvægt aö viö leitum allra leiöa til aö jafna þann mun sem nú er. Þannig má breytt kjördæma- skipan ekki aðeins grundvallast á nauösyn þess aö jafna atkvæða- vægiö, svo mikilvægt sem þaö þó er. Breytt kjördæmaskipan á einnig aö hafa þaö aö markmiði aö jafna möguleika kvenna og karla til aö ná kjöri til löggjafarþings þjóöarinn- ar. Áriö 1984 gaf norræna ráö- herranefndin út bókin „Det uferd- ige demokratiet". í bókinni er fjallaö um um konur í stjórnmál- um frá margs konar sjónarhorni. Bókin er afrakstur vinnu nor- rænna fræðikvenna á þessu sviöi og vakti mikla athygli þegar hún kom út. Fjallað er um þær marg- víslegu leiöir sem farnar hafa ver- iö á Norðurlöndunum til aö fjölga konum í stjórnmálum, hlutverk kvennahreyfingarinnar á þessu sviði, þátttöku kvenna í kosning- um og virka þátttöku þeirra innan stjórnmálaflokkanna, svo fátt eitt sé nefnt. Hjá norrænu embættis- mannanefndinni um jafnréttismál er mikill áhugi á aö endurskoða bókina og gefa út aö nýju. Veröi af því má ætla aö slík útgáfa geti verið okkur íslendingum mikilvæg til leiðbeiningar. Systur okkar á Noröurlöndunum hafa náö mun meiri jöfnuöi bæöi í sveitarstjórn- um og á þjóðþingum sínum en viö. Svona bók gæti haft mikil- vægt leiöbeiningargildi ekki aö- eins fyrir þær konur og kvenna- hópa innan stjórnmálaflokkanna sem vilja auka hlut sinn heldur einnig hinum sem telja brýnt aö auka áhrif og völd kvenna í sam- félagi okkar. Elsa S. Þorkelsdóttir 17

x

19. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 19. júní
https://timarit.is/publication/671

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.