19. júní - 01.10.1994, Blaðsíða 5
Mál ekki Lckin nógu iösluni
tökum
»Það eru svo til eingöngu karlmenn í lög-
reglunni, konur eru aðeins um 4% og það
er of lágt hlutfall til að þær geti haft ein-
hver áhrif,“ segir Dóra Hlín. „Þar af leið-
andi virðist afstaða oft tekin, eflaust ómeð-
vitað, með gerandanum, sem oftast nær er
karlmaður, en ekki fórnarlambinu sem í
flestum tilfellum er kona eða barn.
Málin eru ekki tekin nógu föstum tök-
um strax,“ segir Dóra. Þá segir hún það
hafa verið algengt, að málum væri vísað til
Félagsmálastofnunar án þess að skýrslur
væru teknar og þar hafi oft verið tekin sú
ákvörðun að það borgaði sig ekki að leggja
fram kæru. Almennt væri of mikil áhersla
lögð á að vernda friðhelgi einkalífsins þegar
grunur um heimilisofbeldi eða brot gegn
börnum væri að ræða, einkum og sér í lagi
ætti þetta við þegar um væri að ræða „góð
keimili“ eða fjölskyldur sem hafa góða
stöðu innan samfélagsins. Mál opnist frek-
ar ef fjölskyldumeðlimir eru skjólstæðingar
Félagsmálastofnunar.
Dóra Hlín segist stundum velta fyrir sér
hvers vegna konur hafi verið ráðnar til starfa
hjá lögreglunni þar sem sjónarmið þeirra og
reynsla fái ekki að njóta sín sem skyldi.
„Við erum ekki öll steypt í sama mótið og
ólík sjónarmið verða að fá að njóta sín inn-
an lögreglunnar sem annars staðar."
Fljóllcga viðurkcnnd scni cin
strákunuiii
Hún var ráðin til starfa 1973 ásamt Katr-
inu Þorkelsdóttur og voru þær fyrstu kon-
urnar sem ráðnar voru til að gegna sömu
störfum og karlarnir. Fyrsta konan var ráð-
m til lögreglunnar 1954 og í kjölfarið voru
ráðnar þrjár konur til afmarkaðra starfa.
Þær fóru elcki í Lögregluskólann, voru ekki
etnkennisklæddar og unnu aðallega að
unglingamálum í tengslum við Barna-
verndarnefnd Reykjavíkur.
Þær konur sem hófu störf eftir ’73
gengu hins vegar í sömu störf og karlarnir.
»Ég var fljótlega viðurkennd sem „ein af
strákunum" og eftir um það bil 3 ára starf í
alniennu lögreglunni fór ég að vinna hjá
Rannsóknarlögreglu Reykjavíkur og flutti
svo sjálfkrafa til Rannsóknarlögreglu Rikis-
uis eftir að það embætti var stofnað. Smám
saman fór ég að vinna við kynferðisbrota-
mál og eflaust hefur sú staðreynd að ég er
kona ráðið einhverju þar um.
Eftir að hafa unnið í þessum málaflokki
1 ákveðinn tíma fór ég að efast meir og
Uieir um að þessi mál væru unnin á réttlát-
an hátt fyrir alla málsaðila. Mér fannst vera
óeðlilega mikil samúð með gerendunum
en það er alls eldci óeðlilegt því menn hafa
dlhneigingu til að taka afstöðu með kyn-
bræðrum sínum þegar um er að ræða
karlastétt eins og lögregluna.
Það voru því ekki sömu viðhorf til þess-
ara mála innan lögreglunnar og úti í sam-
félaginu, einkum þó meðal kvennahópa
sem hafa sérhæft sig í þessum málaflokk-
um. Þar er litið á þessi brot frá sjónarhóli
þolendanna sem í flestum tilfellum eru
konur og börn. Eftir að ég fór að vinna
með þessum kvennahópum fór ég að upp-
lifa mig sem flugumann á vinnustað.
I>ögnin vinnnr nicð
brotamönnnnum
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvers
vegna vinna er lögð í að reyna að uppræta
glæpi þegar sumir glæpir fá að þrífast í
skjóli þagnar. Löggjöf er sett til að vernda
hagsmuni þegnanna en viðhorf þeirra sem
vinna að þessum málum skipta ekki minna
Dóra Hlín, ein fyrsta íslenska lögreglukon-
an, horföi björtum augum til framtíðarinn-
ar við upphaf starfferils síns.
máli. Það er alvarlegur hlutur að ýta þess-
um málum frá, því þögnin vinnur alltaf
með brotamönnunum.11
Dóra Hlín segir að þegar hún líti til
baka sjái hún að konurnar í lögreglunni
hafi þurft að laga sig að viðhorfum karl-
anna til að vera viðurkenndar. „Meðan ég
lagaði mig vel að ríkjandi viðhorfum var ég
talin hæf af yfirmönnum en eftir að ég fór
að efast um að þau viðhorf sem voru ríkj-
andi væru sanngjörn þá má segja að ég hafi
hreinlega fallið í ónáð. Nú er búið að ýta
mér út úr þeim málaflokkum sem ég vann
með og búið að setja mig í vinnu við boð-
anir, en það er lægsta staðan hér innan
RLR, nokkurs konar sendlastarf."
Hún segir margar lögreglukonur með-
limi í Evrópusambandi lögreglukvenna og
þar sé talað um að ef viðhorf og sjónarmið
kvenna innan lögreglunnar eigi að hafa
einhver áhrif þá þurfi þær að vera um 20%
af heildarfjölda. „Lögreglukonur í Evrópu
virðast alls staðar upplifa svipuð viðhorf
innan lögreglunnar. Hollenskar lögreglu-
konur héldu ráðstefnu um málefni lög-
reglukvenna 1989 og við fórum fimm héð-
an frá íslandi. Þetta var mjög lærdómsríkt
og þar kviknuðu ýmsar hugmyndir. Lög-
reglukonur hætta mjög oft störfum eftir
barnsburð þar sem ekki er hægt að fá
hlutastöður. Hollendingar gerðu átak til að
endurráða konur sem höfðu hætt af þess-
um sökum og mátu að verðleikum þá
reynslu sem þær höfðu öðlast af barnaupp-
eldi. I kjölfarið af ráðstefnunni ’89 var Evr-
ópusamband lögreglukvenna stofnað.“
Kríuriiar - samlök
lögrcglula'cniia
„Þaðan fengum við svo hvatningu um að
stofna félag hér á landi og í mars s.l. stofn-
uðu lögreglukonur á íslandi félag sem heit-
ir Kríurnar. Félagar eru um 20 talsins, allt
konur enn sem komið er, en karlmenn eru
hjartanlega velkomnir, þ.e. ef þeir hafa
áhuga á að styrkja stöðu lögreglukvenna.
Tilgangur félagsins er gagnkvæmur
stuðningur, að miðla hver annarri af
reynslu og þekkingu, efla störf lögreglu-
kvenna, auðvelda samskipti við Evrópu-
samband lögreglukvenna og vera ráðgef-
andi varðandi störf á meðgöngu og eftir
barnsburð. Þá fáu mánuði sem við kon-
urnar höfum verið að hittast og bera sam-
an bækur okkar eftir að félag okkar var
stofnað hefur komið í ljós hvað við höfum
mikla þörf fyrir samstöðu, því konur hafa
mikið til staðið einar fram að þessu. Fé-
lagsskapurinn hefur einnig verið kjörinn
vettvangur til að kynnast hver annarri því
við erum dreifðar milli embætta, vakta og
deilda. Við höfum komist að því að við
eigurn ýmislegt sameiginlegt, margar eig-
um við ættingja innan lögreglunnar og
höfum líklega verið ráðnar til starfa af
þeirn sökum. Faðir minn var t.d. lögreglu-
maður og það er eflaust ástæða fyrir því að
ég fékk áhuga á starfinu og hefur haft sitt
að segja þegar ég var ráðin. Stúlkur virðast
hafa mikinn áhuga á störfum innan lög-
reglunnar, það sýna starfskynningar.
Ég held að það sé orðið tímabært að
Dómsmálaráðuneytið móti stefnu um mál-
efni lögreglukvenna, hvort ráða eigi konur
til starfa innan lögreglunnar og þá einnig
hve margar, í samræmi við þingsályktun
um aðgerðir til að ná fram jafnrétti kynj-
anna sem samþykkt var á Alþingi s.l. vor,
en þar er hvatt til þess að markvisst verði
unnið að því að ráða fleiri rannsóknarlög-
reglukonur í störf hjá RLR
5