Sólskin - 01.07.1930, Page 5

Sólskin - 01.07.1930, Page 5
Sólskin. Svíf þu nú sólskin, sálir að verma, börnunum ber þú birtu og yl; syngdu þeim söngva, sýndu þeim myndir, greiddu þeim götu gleðinnar til. Hlýlega heilsa hvar sem þú kemur, brosandi börnum blessun þú sért; gleðstu með glöðum, gráttu með hryggum, hlýjaðu hjörtum hvar sem þú ert. Lítið en ljósbjart legg þú á flugið, einlægni’ og ástúð efli þinn væng; sólgeisla sælu, sakleysi’ og friðar blessandi breið á barnanna sæng. 3

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.