Sólskin - 01.07.1930, Page 39

Sólskin - 01.07.1930, Page 39
Hann neytti þess afls, er hann átti — af engum er heimtandi meir — en kraftarnir voru svo veikir, æ, vesalings fuglinn — hann deyr! Nei, Fúsi um fjöruna gengur og fuglinn í lífshættu sér; af meðaumkun hjarta’ hans hrærist, hann hníf sinn á snöruna ber. Ó, hugsið hve fuglinn er feginn er frelsaður leitar hann heim, og Fúsi með fögnuði starir á ferðir hans langt út í geim. En guð sér af himninum háa hve hjálpsamur drengurinn er, sem fuglinn úr lífshættu leysti, hann letrar því nafn hans hjá sér. Mánaðanöfnin. (Stæll.) Janúar flytur frost og snjó, flest er þá kalt um lönd og sjó. Febrúar eykur fönn og hríð, flytur hann ársins verstu tíð. Marz er kaldur — í köflum þó kyssir hann þýtt og bræðir snjó. 37

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.