Sólskin - 01.07.1930, Síða 44

Sólskin - 01.07.1930, Síða 44
Skugginn minn. (Etir R. L. Stevenson). Eg á lítinn, skrítinn skugga, skömmin er svo líkur mér: hleypur með mér úti og inni alla króka, sem ég fer. Allan daginn lappaléttur leikur sér í kringum mig; eins og ég, hann er á kvöldin uppgefinn, og hvílir sig. Það er skrítið; ha! ha! ha! ha! hvað ’hann getur stækkað skjótt, ekkert svipað öðrum börnum, enginn krakki vex svo fljótt. Stundum eins og hugur hraður hann í tröll sér getur breytt; stundum dregst hann saman, saman, svo hann verður ekki neitt. Hann er ósköp heimskur, greyið, hann er verstur eftir nón; engan leik hann lærir réttan, leikur bara eins og flón. Stundum vill hann vera glettinn, verður skrambi upp með sér, geiflar sig og grettir allan, gerir hálfgert flón úr mér. 42

x

Sólskin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.