Sólskin - 01.07.1930, Page 45
Hann er mesti heigull, greyið,
hann vill líka passa sig;
eins og hann sé ósköp hræddur,
oft hann kúrir fast við mig.
Ég er mikið minna hræddur
— mér er samt ei vel við svín. —
Ef ég hræddist eins og skugginn,
ósköp mundi’ ég skammast mín.
Það var einu sinni’ í sumar
sem ég snemma klæddi mig,
kom á fætur fyr en sólin
fór að sjást — ’hún hvíldi sig.
Þá var skugginn litli latur,
lét mig ekki vekja sig,
heima svaf í náð og næði,
nennti ekki’ að elta mig.
Snati talar við sjálfan sig.
(Þýtt úr ensku.)
Ég að eins hrumur hundur er
og hvergi að miklum notum;
ég vinn þó eins og unnt er mér,
en allt er fjör á þrotum.
I þrettán ár ég þekkti bezt
í þessu hlýja býli
43