Sólskin - 01.07.1930, Side 52

Sólskin - 01.07.1930, Side 52
Stormurinn. (Eftir Robert Louis Stevenson.) Ég sá þig laufum sveifla’ í hring og sveigja skóginn allt í kring og drekann okkar hefja hátt og hrekja fugla um loftið blátt. Hvað þú ert sterkur, stormur minn, ég stöðugt heyri sönginn þinn. Á fimleik þínum furðar mig, þú faldir allt af sjálfan þig; þú hrintir mér; ég heyrði þá, þú hlóst um leið — en ekkert sá. Þú, stormur, blæst úr allri átt og allan daginn syngur hátt. Þú sterki, kaldi stormur, hvað er starf þitt? Viltu segja það? Er það að hræða og hrekkja mig? Til hvers ert þú ^ð fela þig? Hvað þú ert sterkur, stormur minn! ég stöðugt heyri sönginn þinn. Hvað ertu? draugur eða karl? eða’ ertu skrímsli, stórt sem fjall? eða’ ertu barn, sem æðra mér og öðruvísi leikur sér? Þú, stormur, blæst úr allri átt og allan daginn syngur hátt. 50

x

Sólskin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.