Sólskin - 01.07.1930, Page 58

Sólskin - 01.07.1930, Page 58
en stundum var sársauki’ á svipnum, það sá ég, ef á mig hún leit. En svo var það dag einn um sumar í sólskini — veðrið var heitt — hjá kisu ég sat úti’ í sandi og sofnaði — ég var svo þreytt. Mig dreymdi svo skrítið — svo skrítið — og skýrt get ég ei fyrir þér þá kvöl — ég var orðin að kisu og kisa var orðin að mér. Nú beitti’ hún mig öllum þeim brögðum, sem beitti ég við hana fyr; hún hlæjandi reitti af mér hárið og henti mér út fyrir dyr. Og allt, sem ég ætlaði að reyna var ónýtt og varnarlaust fálm; hún barði mig, kleip mig og kreisti, af kvölunum rak ég upp mjálm. Svo hátt að ég vaknaði við það, en var þó í draumlöndum hálf. — Ó, hvað ég var farsæl og fegin að finna’ að ég var þarna sjálf. 56

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.