Sólskin - 01.07.1930, Page 65

Sólskin - 01.07.1930, Page 65
Eftirmáli. Sólskin er gjöf frá Sig. Júl. Jóhannessyni til Barnavina- félagsins Sumargjöf. Félagið þakkar gjöfina. Margar og miklar gjafir hafa því borizt, en engin kærkomnari en þessi. Ekkert ís- lenzkt skáld mun hafa kveðið jafn mörg ágæt barnaljóð og Sig. Júl. Jóhannesson. liefir hann bætt úr brýnni þörf, þvi að mitt í Ijóðaauðlegð okkar erum við fremur fátækir að Ijóðum við barna hæfi, einkum hinna yngri. En hver, sem lærir mikið af fögrum Ijóðum í barnæsku, skilur þau, virðir og elskar, er maður að meiri og betri. Pá er létt að læra, og það, sem þá lærist, verður ævarandi eign, þótt önnur leikföng glatizt. Þvi er vert að vanda valið. Með Ijóðunum læðist inn andi þeirra og mótar siðferðis- lifið. Pað tel ég með aðalkostum þessarar bókar, að mannúð og ást á hinu fagra og góða er hér uppistaða, og fjölmörgu er þar ofið inn í, sem börnum verður hugstætt og hjartfólgið. í þessari bók er aðeins helmingur Ijóðanna; það, sem ópreniað er, gefur félagið út síðar, í öðru hefti. Allur ágóði af sölu þessarar bókar rennur í sjóð Darnavina- félagsins Sumargjöf. Fyrir hönd Sumargjafar. Steingr. Arason, (formaður).

x

Sólskin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sólskin
https://timarit.is/publication/672

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.