Sameiningin - 01.04.1886, Page 9
—25
sína Vastí í einni svipan frá sér fyrir það eitt, að hún vildi
ekki sýna fegrS sína öllum hans fjölmenna veizluskara, og þá
ekki síSr hitt, að gefa allt í ciriu, orsakalaust, út skipan um
það, að allir Gyðingar slcyldi strádrepnir í ríki lrans, til þess
að þóknast Haman (Aman) gœðingi sínum. Ester hét eiginlega
Hadassa á tungu feðra sinna. Meðal Persa fékk hún nafn-
ið Ester. það fór um hin hebresku nöfn í vistarveru jreirra
austr í Babylon, Súsan o. s. frv., eins og' um nöfn margra Is-
lendinga í Ameríku. Vór munum, hvernig nafni Daníels var
breytt og vina hans. Ester, sem á ungum aldri hafði misst bæði
föður og móður, var alin upp af frænda sínum Mardokeus eða
Mardokaí. Feðr þeirra voru brœðr, og hafði ati þeirra brœðra
verið herleiddr ásamt Jrtjakin eða Jekónía konungi frá Jerú-
salem til Babylonar arið 599. Fóstri hennar og frændi liafði
komizt til tignar-stöðu við hina persnesku hirð í Súsan. þá er
Haman var fallinn, varð Mardokaí aðal-ráðgjati konungs í hans
stað. Griskr rithöfundr, Ktesías að nafni, getr greðings eins hjá
Xerxes Persakonungi, sem hann kallar Matakas eða Natakas, og
bendir sumt af því, er um hann er sagt, á, að hann sé enginn annar
en Mardokaí, enda er hvorttveggia nafnið líklega eitt og hið sama.
Herodót, hinn nafnfrægi söguritari, segir frá því, að á 3. stjórn-
arári Xerxes konungs hati hann haldið samkomu mikla út af
undirbúningnum undir herförina alkunnu gegn Grikkjum. Veizl-
an, sem frá er sagt í 1. kap. Estersbókar, ]rá er konungr rak
Vastí drottning frá sér, var haldin á 3. ríkisári konungs, og er
því að líkindum sama samkvæmið, sein Herodót segir frá. Sami
ritliöfundr gotr jress og, að þá er Xerxes á 7. ári konungdœmis
síns koin frá Grikklandi eftir hinn hraklega ósigr, þá hafi hann
leitað hugbótar og harmaléttis í kvennabúri sínu. Og kemr
jretta heim við það, sem stendr í 2. kap. Estersbókar, því í 8. v,
segir, að safnað hafi verið saman mörgum ungum meyjum á
konungsgarðinn Súsan, og þar á rneðal Ester, og í 16. v., að þetta
hafi gjörzt á 7. ári ríkisstjórnar konungs. Allt þetta sýnir og
sannar hér um bil ómótmælanlega, að Ahasverus i Estersbók er
enginn annar en Xerxes, hinn grimmi og sællífi harðstjóri, sem
ætlaði sór að gjöra út af við hina fámennu frelsisþjóð Grikkja, en
varð frá að hverfa með snián og ógrlegásta tjón.
Hver fœrt hatí Estersbólc í letr er með öllu ókunnugt, eins
það, hve nær hún hafi rituð verið. En hinum sögulegu sannind-
um þessarar bókar er alls eigi þar með haggað. Púrimshátíðin er